Ný Canon G11

Canon G11

Canon eru ekki að baki dottnir. Loksins kemur lítil og nett vél sem tekur myndgæði fram yfir megapixla. Nýja Canon G11 virkar a.m.k. mjög spennandi.

Þeir fengu blaðaljósmyndara í lið með sér til að gera breytingar á G-vélinni þannig að hún myndi henta þeim betur. Þar er áherslan fyrst og fremst sú að geta tekið nothæfar myndir í alls konar aðstæðum, ekki síst lélegum birtuskilyrðum. Mönnum er eiginlega slétt sama um megapixalana, því þeir eru ekki betur settir með stærri ónothæfar myndir.

Það hefur loðað við þessar minni vélar að vera með allt of mikið suð fyrir ljósnmæmni fyrir ofan ISO 400. Ég gat t.d. aldrei réttlætt kaupin, því mér fannst munurinn á myndgæðum of mikill. Ég vissi að ég myndi aldrei nota svona vél nema í góðri birtu og það er sjaldast þannig í þeim aðstæðum sem gaman er að vera með svona meira ósýnilega myndavél.

Nú hlakka ég hins vegar til að prófa Nýju G11.

One thought

  1. já ég þarf að skoða þessa, á G9 og er mjög ánægður með hana, skemmtilegasta dót/atvinnutæki sem ég hef átt. En ég held að þessar breytingar sem þú talar um séu alveg málið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *