Tinni, Lundinn, Mikki og Leiðsögunám

Varðeldur við Ísólfsskála. ©2009 Christopher Lund
Varðeldur við Ísólfsskála. ©2009 Christopher Lund

Ég hef í nokkurn tíma látið mig dreyma um að eiga Land Rover. Eftir sumarfríið var ég orðinn svo þreytandi að konan mín beinlínis sagði mér að koma þessu út úr kerfinu. Og úr varð að ég eignaðist Tinna. Ég var búinn að aka um á þessum yndislega bíl í cirka tvær vikur þegar ég sá auglýsingu á islandrover.is um ’98 módel af stuttum 35″ breyttum Defender sem hét Kópur. Áður en ég vissi af átti ég tvo.

Ruglaður? Ég vill frekar nota orðið ástríðufullur.

Ég seldi svo Tinna austur á Eskifjörð og gat einbeitt mér að því að dytta að Kóp, sem fékk reyndar nafnið Lundinn eftir ábendingar góðra vina við Ísólfsskála.

Lundinn í meikóver. ©2009 Christopher Lund.
Lundinn í meikóver. ©2009 Christopher Lund.

Lundinn er loksins að kominn aftur á götuna eftir nett meikóver. Ég hef nú ekki verið þekktur fyrir handlagni þegar kemur að bílum, en Land Rover er svona ökutæki sem laðar fram þessa eiginleika í eigendum sínum. Og ekki má gleyma góðri aðstoð Árna vinar míns. Reyndar er meikóverinu ekki alveg lokið. Ég á eftir að fá ljósa- og toppgrindina úr sandblæstri og polýhúðun. Toppgrindin var meira ryðguð en ég hafði gert mér grein fyrir og því þarf ég að láta smíða í og styrkja áður en hún verður máluð.

Mikki heldur áfram að heilla fjölskylduna. Þetta er hinn skemmtilegasti köttur, forvitinn og fimur eins og kettlingar eru gjarnan. Það er mikill leikur í honum og Ari Carl hefur fengið viðurnefnið “Kattaþreytarinn”. Það er gott að geta leitað til hans til að þreyta kisa aðeins, því annars er svolítið partý hjá Mikka þegar fjölskyldan er að fara að leggjast á koddann.

Ég skráði mig svo í Leiðsögunám á háskólastigi í Endurmenntun HÍ í síðustu viku. Þetta var hugmynd sem skaut bara upp kollinum sí svona. Ég fór að kanna möguleikana á Leiðsögunámi og leist best á námið í HÍ. Reyndar fór það af stað 14. ágúst. En ég var hvattur til að skella mér samt í hópinn og lesa upp það sem búið er að fara yfir. Námið er einnig boðið í fjarkennslu þannig að ég hef aðgang að upptökum af fyrirlestrunum sem ég missti af. Það er skondið að setjast aftur á skólabekk eftir langt hlé. Maður er nett ryðgaður í akademísku vinnubrögðunum, en ég er mjög spenntur fyrir náminu og er ánægður með þessa ákvörðun mína.

Þannig að það er nóg fyrir stafni.

Hugmyndin er að samtvinna ljósmyndun og leiðsögn í framtíðinni, með smá dass af Land Rover.

3 thoughts

  1. Ég sem held að ég væri skrytin, en afkvæmið toppar mig svo um munar. Svona á að lifa lifinu. Ef ég væri aðeins yngri þá mundi ég vilja vera “copy cat” – reyndar ekki svona í pokanum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *