Hvíld

Arndís sefur vært. ©2009 Christopher Lund.

Ég velti því fyrir mér hvort þjóðin þurfi ekki að fá hvíld frá þessum ofurkapítalisma? Ekki virðumst við hafa lært mikið af síðustu risaframkvæmd, sem átti að skapa svo mörg störf og snúa við byggðarflótta frá Austurlandi.

Af hverju höfum við ekkert lært? Hvers vegna er orkufrek stóriðja það eina sem kemst að? Hvers vegna viljum við selja okkar “hreinu” orku svona ódýrt? Ætti hún ekki einmitt að kosta meira en orka sem er framleidd með meiri mengun?

Háhitaorkan er reyndar ekki eins sjálfbær og við viljum halda. Holurnar tæmast og þá þarf að bora nýjar. Sjálfbærni gengur út á að mæta núverandi þörfum, með það að leiðarljósi að ganga ekki á auðlindirnar til framtíðar. Hvað viljum við gera? Jú, virkja allt á háhitasvæðum norðan Mývatns strax. Það er ekki einu sinni víst að sú orka dugi og þá þarf að fara í vatnsaflsvirkjanir með tilheyrandi náttúruspjöllum.

Þetta vilja menn gera fyrir eitt erlent stórfyrirtæki! Ekki fyrir komandi kynslóðir Íslendinga sem gætu nýtt sér orkuna t.d. til samgöngumála eða hvað annað sem hugsanlega verður þörf fyrir í framtíðinni.

Ég veit ekki um ykkur, en ég þarf hvíld. Hvíld frá skammsýninni.

5 thoughts

 1. Ég leyfði mér að deila þessu með vinum mínum á Facebook, vona að það sé í lagi. Kveðja, Kristín.

 2. það hefur sýnt sig að þetta er hugsunin bæði í góðæri og hallæri, í góðæri gert til að vihalda því, og í hallæri til að komast aftur upp, eins og fíkill sem heldur að einn skammtur bjargi öllu en það þarf alltaf meira til að halda kerfinu útbólgnu með meiru og meiru, var svo barnalegur að halda að vinstri grænir væru harðir á sínu en það er hægt að kaupa alla, Völd=peningar. út að njóta náttúrunar meðan hún er þarna;)

 3. Rosalega er ég sammála þér Chris, Ég er búinn að vera að ræða þessa hluti við fólk í kringum mig, hversu svakalega mikil vitleysa þetta er og það er eins og fólk hafi einfaldlega ekki lært eða séð fyrri vitleysur sem gerðar hafa verið.

  Einnig mætti halda að það væri einhver keppni í gangi að reyna að fylla upp í mengunarkvótan sem við meigum hafa, í stað þess að halda landinu á top listum yfir vistvænan stað og selja út á það, það skiptir ekki máli þó orkan sé vistvæn ef hún er notuð í mengandi iðnað.

  Ef það á endilega að fara að virkja, fáum þá inn aðila sem eru t.d. í gagnageymslu geiranum, eða gerum eitthvað sjálf sem skilar hreinum hagnaði inn í samfélagið í stað þess að “gefa” það allt úr landi.

  Hvernig væri líka að grípa gæsina núna og leggja meiri áherslur á nýsköpun og fá alla með í það.

  Ég vil benda á alveg frábæran fyrirlestur sem segir svolítið mikið um hvað við ættum að gera í stöðunni í dag. Ekki styrkja eitthvað sem hefur kom okkur í þessa stöðu sem við erum í dag, frekar fara í eitthvað sem ætti að gefa okkur góða hluti í framtíðinni.

  http://www.ted.com/talks/geoff_mulgan_post_crash_investing_in_a_better_world_1.html

  Finnst vanta meiri umræðu um þessa hluti í samfélaginu, þeir virðast alltaf týnast í einhverji endalausri umræðu um einhverja peninga sem við skuldum víst einhverjum þjóðum út í heimi sem við eigum einfaldlega ekki til.

 4. Það er líka svo sorglegt að tala við fólkið fyrir austan, finna blinduna á Húsavík. Þau vilja ekki vinnu eða peninga á svæðið, þau vilja bara álver, afþví að það kemur vinna og þá koma peningar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *