Réttara histogram

Histogram fyrir RAW skrá úr Canon EOS 5D Mark II. ©2009 Christopher Lund.
Histogram fyrir RAW skrá úr Canon EOS 5D Mark II. ©2009 Christopher Lund.

Það getur verið hættulegt að dæma þéttleika mynda eingöngu út frá því hvernig þær koma út á skjánum á myndavélinni. Til að átta okkur á því nákvæmlega hvernig lýsingin liggur notum við svokallað Histogram.

Histogram sýnir fjölda pixla eftir birtustigi þeirra. Við lesum úr þeim þannig að eftir lárétta ásnum höfum við birtustigið frá svörtu (0) í hvítt (255) og á lóðrétta ásnum fjöldann. Hærri lína = fleiri pixlar. Histogram segir okkur því hvort myndirnar okkur eru hugsanlega undir- eða yfirlýstar.

Almenna reglan við stafræna ljósmyndun í RAW er að lýsa ríkulega, nógu ríkulega til að foraðst suð/noise í dökkum tónum. Á ensku er þetta kallað “Expose To the Right” – stundum stytt í ETR. Galdurinn er sem sagt að lýsa þannig að histogramið sé eins langt til hægri og mögulegt er, án þessa að sprengja háljósin með tilheyrandi tapi á upplýsingum.

Málið er hins vegar að þessi histogram í myndavélunum eru búin til út frá JPEG útgáfu af myndinni, jafnvel þó að við séum að mynda í RAW. Það er vegna þess að histogram fyrir RAW eru mjög ólík því sem við eigum að venjast og engin leið að lesa neitt út úr þeim að viti.

Þessi histogram eru íhaldsöm og reynslan hefur sýnt að þegar við lýsum myndirnar upp að hægri endanum er oft töluvert meira inni, jafvnel heilt ljósop, sem við getum nýtt okkur til að færa tónanan í ofar í skalann þar sem tónarnir eru hlutfallslega mun fleiri og minni líkur á suði/noise.

Contrast dreginn niður í Picture Style. ©2009 Christopher Lund.
Contrast dreginn niður í Picture Style. ©2009 Christopher Lund.

Galdurinn við að fá þetta histogram í myndavélinni til að haga sér betur er að velja breyta uppsetningu á vélinni fyrir JPEG og stilla þar konstrastinn alveg niður. Á Canon EOS heitir þetta Picture Style. Þessi Picture Style hefur áhrif á það hvernig histogramið lítur út. Við viljum sem sagt fá eins flata JPEG preview mynd og hægt er. Þá er histogramið mikið nær því að sýna okkur allt tónasviðið sem vélin getur skilað.

6 thoughts

  1. Gott stuff hér á ferð Chris, skemmtilegt þetta með contrast styllinguna, Ég hef alltaf notast við Faithful en sé það núna að hún er í 0 í contrast en ekki mínus eins og þú stingur upp á. Takk kærlega fyrir þetta.

  2. Ég hef stundum kallað þetta litatíðni (Histogram) á íslensku. Ég veit ekki hvort það er góð íslenskun eða ekki. Histogram sýnir jú tíðnina á lóðrétta ásnum en orðið Litatíðni er kannski ekki lýsandi fyrir hvar á birturófinu þeir eru. Er “Birturóf” kannski rétta orðið. Bara smá pælingar og takk fyrir þetta Chris.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *