Björgum Bitru!

Frá Grændal. ©2006 Christopher Lund.
Frá Grændal. ©2006 Christopher Lund.

Á morgun 3. október rennur út frestur til að skila athugasemdum vegna nýs skipulags í Ölfus þar sem gert er ráð fyrir jarðvarmavirkjun við Bitru á Hellisheiði.

Ef af virkjuninni verður mun frábært útivistarsvæði verða eyðilagt auk þess sem hún mun hafa verulega neikvæð áhrif á lífsgæði í Hveragerði og þeim hluta Ölfuss sem umlykur Hveragerði.

Ég hvet alla sem unna íslenskri náttúru og finnst að nú skuli staðar numið í virkjanabrjálæðinu að senda inn athugasemdir – fjöldi þeirra skiptir miklu máli. Athugið að sveitarfélagið Ölfus tekur aðeins við athugasemdum á pappír. Ekki er nóg að senda tölvupóst. Heimilisfangið er: Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Á fésbókarsíðu Björgum Bitru má finna frekari upplýsingar sem nýtast þeim sem vilja skila inn athugasemdum.

Hér eru svo fleiri myndir frá þessu svæði.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *