Sólmundur

Sólmundur slakar á. ©2009 Christopher Lund.
Sólmundur slakar á. ©2009 Christopher Lund.

Af hverju að eiga bara einn kött þegar maður getur átt tvo?

Þetta er hann Sólmundur. Hann kom í fjölskylduna fyrir tæpri viku. Við vorum búin að velta því fyrir okkur að vera með tvo Högna. Þegar ég fór að athuga málið í Kattholti kom þessi snillingur og valdi mig. Hann kom beint upp fangið hjá mér og malaði út í eitt. Algjör ljúflingur.

Ólíkar týpur hér á ferð. ©2009 Christopher Lund.
Ólíkar týpur hér á ferð. ©2009 Christopher Lund.

Við vorum nokkuð spennt að sjá hvernig Mikki myndi taka honum. Hann var mjög upptekinn af Sólmundi fyrstu dagana og vildi sem minnst við okkur tala. Núna er hann hins vegar orðinn vanari “bróður” sínum og meira að segja farinn að þvo honum. Mikki er ógurlega þrifinn köttur, enda líkast til blanda af norskum skógarketti. Sólmundur er allt önnur týpa. Hann er tjöruslakur eins og þið sjáið á myndinni hér að ofan.

"Bræðurnir" kúra sig. ©2009 Christopher Lund.
"Bræðurnir" kúra sig. ©2009 Christopher Lund.

Áhyggjur okkar virðast hafa verið óþarfar. Þeir eru orðnir mestu mátar, leika sér og slást í gamni – og fallast svo nánast í faðma þegar þeir kúra sig saman. Fjölskyldan í Sandavaðinu verður bara ríkari og ríkari.

4 thoughts

  1. Til hamingju með Sólmund, var einmitt í sjálfboðavinnu á Kattholti þegar þessi ljúflingur var þar, frábær kisi 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *