Tveir dagar með Canon G11

Prufumynd úœr Canon Powershot G11. ©2009 Christopher Lund
Prufumynd úœr Canon Powershot G11. ©2009 Christopher Lund

Stundum er minna meira. Minni upplausn á sömu stærð af skynjara þýðir stærri pixlar. Stærri pixlar þýðir minna suð (e. noise).

Canon fékk liðsmenn frá VII Photo Agency til hjálpar við þróun á nýjustu G-vélinni. Þar á bæ óskuðu menn sér litla vél sem væri nothæf við fréttaljósmyndun við alls konar birtuskilyrði. Vél sem hægt væri að nota þar sem stór D-SLR vél er of áberandi.

Canon fór því (líklega í fyrsta skipti) í hina áttina þegar það kom að upplausn. Lækkuðu upplausnina frá 14.7 MP (G10) með nýjum 10MP high sensitivity CCD skynjara. Sú breyting auk Dual Anti-Noise System gefur tvö ljósop í viðbót af nothæfu ISO samkvæmt mælingum Canon.

Vélin er annars með 28-140mm linsu með hristivörn (brennivíddir sambærilegar við 35mm). Skjárinn er nýr og nokkuð minni en á G10. En nú er hægt að snúa honum og taka myndir án þess að lyfta vélinni í augnhæð. Flash sync hraði hækkar í 1/2000 úr sekúndu. Stillingar á ISO og yfir/undirlýsingu eru á snúningstökkum ofan á vélinni. Allar stillingar eru mjög aðgengilegar og það skiptir miklu máli þegar markhópurinn eru jú þeir sem vilja stilla sem mest sjálfir.

Ég fékk Canon Powershot G11 lánaða hjá vinum mínum í Sense um leið og hún lenti hér á landi í fyrradag. Fyrstu kynni lofa góðu. Hingað til hafa þessar minni vélar ekki heillað mig. Myndgæðin hafa ekki verið neitt sérstök, nema á lægstu ISO stillingum. Þessi vél er sú fyrsta sem ræður almennilega við hærra ISO að mínu mati. Hún nær auðvitað ekki sömu silkimjúku myndum og EOS línan, en myndir teknar á ISO 800 og 1600 eru merkilega góðar miðað við svona litla vél. ISO 3200 er orðið ansi gróft, en nothæft með eftirvinnslu.

Þessi vél er skemmtileg viðbót fyrir ákveðinn hóp ljósmyndara. Hún opnar möguleika, sem ég veit að margir hafa beðið eftir. Hún hentar einnig þeim sem vilja eignast litla – en samt öfluga vél. Fyrir þá sem velja myndgæðin fram yfir upplausn.

Hér eru fleiri myndir. Ég merkti í myndatextanum hvaða myndir voru skotnar RAW eða JPEG, hvaða ISO stillingu ég notaði, ljósop og hraða. Með því að fara með músina yfir myndirnar birtast þessar upplýsingar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *