Gæðatími

Fallegu stelpurnar mínar. ©2009 Christopher Lund.
Fallegu stelpurnar mínar. ©2009 Christopher Lund.

Hið margumrædda hrun hefur ekki bara slæmar hliðar. Það hefur skerpt sýn okkar á lífið og það sem skiptir raunverulega máli. Ég hugsa að ófá íslensk börn hafi endurheimt foreldra sína aftur. Það hljómar kannski heimskulega að segja að erfiðleikar hjálpi fólki. En það er hægt að komast í gegnum ótrúlega margt ef maður á góða að.

Ég og Ari Carl. ©2009 Margrét Rúnarsdóttir.
Ég og Ari Carl. ©2009 Margrét Rúnarsdóttir.

Ég finn að ég leita enn meira í samveru með fjölskyldunni. Það er líkast til mín leið til að takast á við neikvæðu fréttirnar sem dynja látlaust á okkur.

Nú fer í hönd vetrarfrí í skólanum hjá krökkunum. Tveir frídagar sitt hvoru megin við helgina. Ég var svo heppinn að ná að leigja mér sumarbústað. Við smellum okkur því í sveitina og gleymum öllu hruni um stund.

Sólmundur þreytti. ©2009 Christopher Lund.

Sólmundur og Mikki passa heimilið á meðan. Þeir fá svo reglulega heimsókn frá frænku um helgina. Merkileg dýr kéttir. Hægt að læra mikið af þeim. Ætli þeir séu ekki líka hluti af ósýnilegri viðbragðsáætlun okkar?

Haustveður við Rauðavatn. ©2009 Christopher Lund.
Haustveður við Rauðavatn. ©2009 Christopher Lund.

Þessar myndir sem fylgja færslunni eru allar teknar á Nikon D3x vélina hans pabba. Er með hana í láni til að prófa almennilega. Rosalega skemmtilegur gripur og ekki ónýtt að hafa aðgang að henni. Fyndið hvernig allt er þveröfugt við Canon. Maður snýr í hina áttina þegar taka á linsu af, zoomið á linsum er öfugt og stilla ljósop/hraða með skruntökkum sömuleiðis.

Talandi um Nikon þá verður haldið svokallað Nikon Expo hér á landi þann 3. nóvember á Radisson Saga. Sýnist Beco eiga veg og vanda að þessu. Öflugt fyrirtæki þar á ferð. Ég mæti til að prófa nýju D3s vélina – ekki spurning!

3 thoughts

  1. *Svo innilega sammála þér Chrismundur – mér finnst ég hafa endurheimt suma aftur sem voru að tapa sér í klikkunninni sem lífið var í raun orðið! Nú sækir fólk meira í fólk og ljúfar stundir – ekki bara í gull og kampavín !
    Heiða lífsreynda

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *