Skjaldbreiðarskreppur

Skammt frá Nesjavöllum. ©2009 Christopher Lund
Skammt frá Nesjavöllum. ©2009 Christopher Lund

Við Árni skelltum okkur í jeppaljósmynda-bíltúr á laugardaginn var. Það var dásemdarveður, algjört logn og mjög milt miðað við árstíma. Við lögðum í hann á Lundanum með nesti og nýja skó um hádegisbil. Á þessum árstíma þarf maður ekki mikið að stressa sig á því að “ná” morgunbirtunni líkt og á sumrin.

cld091107_009
Horft yfir Hestvík og Klumbu við Þingavallavatn. Miðfell í baksýn. ©2009 Christopher Lund.

Ég ákvað að taka Nesjavallaleiðina og eins og þið sjáið var afar fallegt við Þingvallavatn. Við vorum ekki komnir nema rétt að Bláskógarheiði þegar hungrið sagði til sín. Yfirferðin er ekki svo mikil þegar ljósmyndarar eru á ferð!

Hraun og MelgresiᇠBlá‡skó—garheiði. Skjaldbreiður í baksýn. ©2009 Christopher Lund.
Hraun og MelgresiᇠBlá‡skó—garheiði. Skjaldbreiður í baksýn. ©2009 Christopher Lund.

Eftir að hafa nestað okkur og drukkið kaffi héldum við leið okkar áfram. Rjúpnaskyttunum fjölgaði jafnt og þétt þegar við nálguðumst Skjaldbreið. Jeppunum var lagt á víð og dreif við slóðann og þegar við stoppuðum til að taka myndir heyrðum við skothvellina. Grey rjúpan. Hún á ekki mikinn séns á móti svona her.

Suðaustan við Skjaldbreið. Horft ’ suður til Skriðutinda. ©2009 Christopher Lund.
Suðaustan við Skjaldbreið. Horft ’ suður til Skriðutinda. ©2009 Christopher Lund.

Ég var með Nikon D3x með í för, sem er auðvitað góð í landslagið með alla sína 24.5 Megapixla. Ég er reyndar í þrífótshallæri með hana þar sem mig vantar RRS-plötu undir vélina. Ég afrekaði það um daginn að týna eina þrífætinum sem er ekki með RRS-festingu, þegar við fórum austur á Klaustur.

Við rætur Rauðafells. ©2009 Christopher Lund.
Við rætur Rauðafells. ©2009 Christopher Lund.

Annars er ég orðinn spenntur að fá nýju Nikon D3s vélina. Ég er búinn að liggja vel yfir stillingum á fókuskerfum í D3x vélinni og það verður að segjast að það virkar töluvert öruggara á mig en í ásnum frá Canon. Það verður því afar spennandi að sjá hvernig nýji Mark IV ásinn reynist þegar hann kemur í des. Það sem reið baggamuninn fyrir mig að taka Nikon fram yfir núna var að nýji ásinn er ekki full-frame. Svo er líka svo asskoti gaman að breyta til.

Félagar í Land Rover í ljósaskiptunum á Miðdalsfjalli. Apavatn, Mosfell, Vörðufell og Hestfjall í baksýn. ©2009 Christopher Lund
Félagar í Land Rover í ljósaskiptunum á Miðdalsfjalli. ©2009 Christopher Lund

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *