Sigrún og Elvar

Brúðkaup Sigrúnar og Elvars í Reykholtskirkju. ©2009 Christopher Lund.

Þann 10. október síðastliðinn gengu vinir okkar, Sigrún og Elvar, í hjónaband. Eins og vaninn er í vinahópnum sá ég um ljósmyndun. Ég er stundum spurður að því hvort mér finnist það þreytandi að vera alltaf beðinn um að taka myndirnar. Vissulega velti ég því stundum fyrir mér hvernig það sé að sitja bara í kirkjunni og fylgjast með – í stað þess að glíma við að fanga réttu augnablikin á kortið. En satt best að segja yrði ég geðveikur á því að horfa á e-h annan gera það!

Brúðhjónin í hrísgrjónaflóði. ©2009 Christopher Lund.
Brúðhjónin í hrísgrjónaflóði. ©2009 Christopher Lund.

En ég lít heldur ekki á þetta sem neina kvöð. Það er í senn heiður og áskorun að fá svona verkefni. Ég verð að viðurkenna að fiðrildin í maganum eru nokkuð stærri þegar ég ljósmynda brúðkaup vina eða ættingja. Maður skildi halda að það væri minna stress, en í mínu tilfelli er það ekki svo. Kannski er það vegna þess að viðskiptavinurinn þekkir mig og veit hvers hann á að vænta. Ég vill heldur ekki endurtaka mig og skila verki sem svipar um of til annars innan hópsins.

Falleg kvöldsteming við Reykholtskirkju. ©2009 Christopher Lund.
Falleg kvöldsteming við Reykholtskirkju. ©2009 Christopher Lund.

En það eru auðvitað óþarfa áhyggjur. Hvert brúðkaup er sérstakt og jafnvel þó að stór hópur gesta sé sá sami eru aðstæður alltaf misjafnar. Það er sjaldast sama kirkjan eða sami salurinn – nú eða þá sami landshlutinn! Sigrún og Elvar giftu sig í Reykholti og svo var veislan auðvitað á Hótel Hamri við Borgarnes, enda reka foreldrar Sigrúnar það. Hamar er orðinn fastur liður hjá vinahópnum, þar hittumst við í Gala dinner í byrjun hvers árs og skemmtum okkur ávallt konunglega.

Dansinn dunar á Hamri. ©2009 Christopher Lund.
Dansinn dunar á Hamri. ©2009 Christopher Lund.

Það kom okkur því ekki beint á óvart að brúðkaupið var algjörlega frábær skemmtun. Þétt dagskrá af ræðum og söngatriðum og svo var dansað fram á nótt undir góðri blöndu tónlistar frá sjálfum Kidda Bigfoot. Þau gerast ekki betri  laugardagskvöldin í október.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *