Julefrokost

Kristín Lovísa með páskakanínu í julefrokost. ©2008 Christopher Lund.
Kristín Lovísa með páskakanínu í julefrokost. ©2008 Christopher Lund.

Nú eru vinahópurinn farinn að plana Julefrokost. Myndin hér af henni Kristínu Lovísu með páskakanínuna í julefrokost var einmitt tekin fyrir tæpu ári síðan. Eftir kræsingarnar fórum við með krakkana út að sýna þeim kanínurnar hjá Sindra og Baldvin. Er að fíla þessa kanínu. Nettur pönkari í henni að ulla á réttu augnabliki.

Rosalega leið þetta haust annars hratt! Ég er að uppgvöta að senn líður að ritgerðarskilum fyrir skólann og ég er varla nema rétt byrjaður að afla heimilda. Ég þarf pressu til að fara í gang. Hef alltaf verið þannig. Bölvaður ósiður.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *