Hliðruð snilld

Landspítalinn, skotið með TS-E 17mm f/4L á Canon EOS 5D Mark II. ©2009 Christopher Lund.

Ég var svo heppinn að fá nýju Canon TS-E linsurnar lánaðar hjá Sense/Nýherja í vikunni. Um er að ræða uppfærslu á TS-E 24mm f/3.5L og glæný TS-E 17mm f/4L. Í stuttu máli eru þetta bestu gleiðhorna linsur fyrir Canon EOS sem hægt er að kaupa. Ég á eldri útgáfuna af 24mm linsunni og hef notað mikið í verkefnum, aðallega arkitektúr. Hún hefur þjónað mér vel og um leið og maður eignast svona grip finnst maður hann vera ómissandi í dótakassanum. Sérhæfðar linsur, en hverrar krónu virði að mínu mati.

Þessar nýju eru með breyttri hönnun sem er til mikilla bóta . Þannig er bæði hægt að hliðra (shift) og halla (tilt) óháð hvort öðru, en eldri linsurnar koma fastar þannig að einungis er hægt hliðra í eina átt og halla þvert á þann ás. Með því að snúa linsunni er hægt er að hliðra upp/niður og hægri/vinstri – en á eldri linsunni er höllunin alltaf þvert á þá hreyfingu. Nýju linsurnar hafa ekki þessa takmörkun. Það er svolítið erfitt að útskýra þetta en hér má sjá hreyfimöguleika nýju linsunnar ágætlega (skruna niður síðuna).

Optíkst eru þessar linsur frábærar. Skerpan framúrskarandi og dásamlega lítil bjögun. Krómastískir feilar (Chromatic Abberations) sjást varla nema þegar hliðrað er í botn. Jafnvel þá er það alls ekki slæmt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *