Catfight @ ISO 12800

Mikki og Sólmundur berjast. ©2009 Christopher Lund.
Mikki og Sólmundur berjast. ©2009 Christopher Lund.

Það var D-dagur á föstudaginn. D3s-dagur nánar tiltekið. Ég átti nú ekki von á því vélin yrði afhent á Íslandi sama dag og hún fór formlega í sölu í Bandaríkjunum. Kom svona skemmtilega á óvart!

Vélin er alveg hreint mögnuð. Tók þessa og nokkrar í viðbót seint á föstudagskvöldið af heimilisköttunum í sínu daglega tuski. Notaði þarna Nikkor AF-S 80-200mm f/2.8 ED sem virðist standa ágætlega fyrir sínu þrátt fyrir að vera orðin 8 ára. Allt skotið á ISO 12800 sem gaf mér cirka 1/320s lokararhraða á f/2.8. Magnað alveg hreint. Suðið svona svipað og ég er vanur að sjá á ISO 3200.

Það eru margir að spyrja hvort ég sé að flýja Canon-land. Svarið er já og nei. Það er ljóst að Nikon D3s og D3x koma til með að taka við að stórum hluta núna. En ég ætla ekki að losa mig við allt Canon dótið, þó svo að meirihlutinn sé seldur eða til sölu.

Eftir að hafa prófað nýju Canon TS-E linsurnar ákvað ég að setja föstu L-glerin mín á sölu til að geta fjármagnað þær. Þannig langar mig að eiga TS-E línuna með Canon EOS 5D mark II. Það er æðislegt verkfæri í arktitektúr og auðvitað margt annað.

Þannig að mér finnst ennþá bæði betra…

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *