Er grasið grænna?

Gyllt kvöldsól við Reyðarfellsskóg. ©2007 Christopher Lund.
Gyllt kvöldsól við Reyðarfellsskóg. ©2007 Christopher Lund.

Hingað til hef ég ekki fengið mikil viðbrögð við því að kaupa mér nýja myndavél, ekki einu sinni frá konunni. Því fannst mér það svolítið skondið þegar umræður fóru af stað á ljosmyndakeppni.is um kaup mín á Nikon D3s og “stórsölu” á Canon linsum. Áður hafði ég selt Canon 1Ds Mark III vél og nokkrar L-zoom linsur.

En afhverju verður það tilefni umræðu?

Að setja margar góðar Canon L-linsur á sölu á vinsælum vef eins og ljosmyndkeppni.is vekur greinilega athygli. Það er ljóst að það er ótrúlegur fjöldi fólks komið á kaf í ljósmyndun – með tilheyrandi tækjadellu. Dýrar linsur sem fyrir svona áratug voru aðeins keyptar af örfáum eru nú farnar að skipta hundruðum hér á landi. Ég kom einu sinni við í Beco á Canon þjónustudegi og það datt af mér andlitið. Ljósmyndadellan í landanum er örugglega heimsmet – a.m.k. miðað við hina frægu höfðatölu.

En eitt hef ég aldrei skilið. Það er ofurást á einu merki fram yfir annað. Ég hef í raun aldrei fest mig við ákveðið merki. Ég hef valið það sem hentar hverju sinni, hvort sem það er Canon, Nikon, Hasselblad, Pentax, Fuji, Linhof eða jafvel Lomo! Hvert kerfi hefur sína kosti og galla og ekkert þeirra er fullkomið. Ef mér líkar við dótið held ég því. Ef ég fæ leið á því sel ég það. Stundum sé ég eftir því, eins og gengur. Stundum hætti ég við (ástríða = fljótfærni!).

Það er ákveðinn karakter í Nikon sem mig langar að vinna með núna. Flass- og fókuskerfið finnst mér vera betra – eða ég næ alla vega betri árangri með því. Hingað til hef ég verið mikill ambient maður og Canon dótakassin endurspeglar það. Nú langar mig að spreyta mig við að gerast meiri Strobisti og þar finnst mér Nikon skemmtilegra að vinna með.

Ég verð hins vegar ekkert betri eða verri ljósmyndari við það að kaupa mér nýja myndavél. En hún opnar kannski nýja sýn, líkt og þegar málarinn prófar sig áfram með nýja málningu eða pensla? Við eigum nefnilega ekki að taka myndir. Við eigum að skapa þær.

2 thoughts

  1. Þú ættir að velta fyrir þér að fara í heimspeki eða gefa út bók í framtíðinni sem ég sting upp á að gæti verið með titlinum “Heimspeki ljósmyndarans”
    Góðar pælingar hjá þér.

  2. True, true… Alltaf gott að prufa sig áfram og ekki sitja fastur í skotgröfunum. Nikon hefur uppá margt gott að bjóða rétt eins og Canon. Sjálfur nota ég Canon af persónulegum ástæðum, sérstakir fýdusar þar sem eru ekki í Nikon eða mér finnst verri. En alveg til í að skipta ef það væri ástæða til þess… Fólk sem NOTAR myndavélar virðist geta tekið góðar myndir. 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *