MegaPixlar síðustu daga

Mikki pósar á skrifborðinu. ©2009 Christopher Lund.
Mikki pósar á skrifborðinu. ©2009 Christopher Lund.

Hvort skiptir meira máli, fjöldi pixla eða gæði þeirra? Ég hef séð 39 Megapixla myndir sem gera sig ekkert endilega betur stækkaðar en aðrar sem eru ekki nema 12 Megapixla. Framleiðendur myndavéla koma sífellt með nýjar útgáfur af vélum, sérstaklega í flokknum sem er ætlaður svokölluðum Prosumer, sem mætti þýða á íslensku sem faghugar. Svona blanda af fag- og áhugamanni. Þar er alltaf verið að hækka upplausn, því það þarf að vera ástæða fyrir fólk að uppfæra.

Ég var að niðurfæra. Seldi 21 Megapixla vél og keypti mér 12 Megapixla. Ég á reyndar ennþá aðra 21 Megapixla þannig að niðurfærslan var nú ekki alger. En þessir nýju 12 megapixlar eru alveg hreint frábærir. Bestu 12 megapixlar sem ég hef átt.

Svona rústar maður jólaskrauti. ©2009 Christopher Lund.
Svona rústar maður jólaskrauti. ©2009 Christopher Lund.

Ég keypti svona Lastolite Triflash bracket í Beco á föstudaginn. Ég prófaði Nikon SU-800 sendinn um daginn og þó að ég hafi ekki keypt hann strax þá endaði með því að hann fékk að fljóta með sendingu frá BHphoto í vikunni. Að geta sett allt að þrjú flöss á sömu regnhlíf er sniðugt. Það eykur aflið auðvitað, en það sem vegur mun þyngra er hversu mikið fljótari flössin eru að hlaðast fyrir næsta skot. Ég lék mér aðeins með þetta hérna heima um helgina. Það verður að segjast að það er ákaflega þægilegt að nota kerfið og þurfa ekki að mæla ljós og hlaupa fram og tilbaka til að stilla flössin.

Bjargey með Mikka trefil. ©2009 Christopher Lund.

Það er ljóst að ég kem til með að leika mér töluvert meira með þessi minni flöss í framtíðinni og jafnvel fjárfesta í einu eða tveimur í viðbót. Nýju SB-900 flössin frá Nikon er ansi skemmtileg, koma með svona diffuser dome og sérstökum haldara fyrir lita-gelin svo maður þarf ekki gaffer tape eins og venjulega. Aflið er gott og hægt að stilla svið geislans frá 14-200 mm.

Efsta myndin af Mikka er skotin með tveimur SB-900 í silfraða regnhlíf. Þessi hér að ofan af Bjargey með Mikka trefil er hins vegar skotin með einu SB-900 í gegnum hvíta regnhlíf. Í báðum tilfellum nota ég Manual stillingu á vélinni, vel mér ljósop og hraða og læt svo CLS-kerfið í Nikon um ljósmælinguna fyrir styrkinn á flassinu. Ég er að læra meira á þetta kerfi og verð hrifnari með hverri töku.

Sólmundur tékkar á skerpunni. ©2009 Christopher Lund.
Sólmundur tékkar á skerpunni. ©2009 Christopher Lund.

3 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *