Ballet á laugardegi

Dansarar framtíðarinnar. ©2009 Christopher Lund.
Dansarar framtíðarinnar. ©2009 Christopher Lund.

Það var opið hús í ballettíma hjá Bjargey á laugardaginn var, en hún æfir bæði jazzballet og ballet hjá JSB. Ég notaði auðvitað tækifærið og tók nokkrar myndir. Það var svolítið snúið, enda frekar lítill salur og lítið hægt að velja sér ný sjónarhorn eftir að æfingin byrjar.

Þegar ég var að vinna úr þessum mundi ég eftir því að fyrir réttu ári var ég einmitt staddur á sama stað og þá að taka fyrstu myndirnar á nýja Canon EOS 5D Mark II. Ég opnaði því þessar tvær tökur hlið við hlið til að bera saman.

Ég hafði mestan áhuga að skoða ‘lúkkið’, skítt með ISO og upplausn. Fimman er auðvitað með mikið meiri upplausn. Og ég veit að D3s teygir sig lengra upp í ISO.  Ég sá að ég skaut hæst á ISO 3200 á fimmunni og var á f/2.8 og 1/125s. Stemmir alveg, á laugardaginn skaut ég á ISO 6400 og fékk f/2.8 og 1/250s.

Nikon D3s til vinstri og Canon EOS 5D Mark II til hægri. ©2009 Christopher Lund.
Nikon D3s til vinstri og Canon EOS 5D Mark II til hægri. ©2009 Christopher Lund.

Eins og þið sjáið er munurinn ekki mikill. En þar kemur mannlegi þátturinn inn í. Ég virðist vera sami maðurinn og í fyrra. Vinnslan í Lightroom er að minnsta kosti mjög lík.

Ég hefði viljað vera með nýju AF-S Nikkor 70-200mm f/2.8G ED VR Ⅱ linsuna. Hún á víst að setja nýja staðla þegar kemur að 70-200mm linsu á D-SLR. Gamla góða AF-S Nikkor 80-200mm f/2.8D stóð sig reyndar með prýði, fókuserar hratt og örugglega. Mér sýnist þó vera töluvert vignette í henni og eins sé ég að hún verður töluvert skarpari við að stoppa hana niður um eitt ljósop.

Helsti munurinn fólst í fjölda skarpra mynda. Í fyrra fóru fleiri í ruslið sökum óskerpu. Spilaði þar bæði inn í lægri lokararhraði og fókuskerfið í fimmunni. En ég skaut líka mikið fleiri ramma í fyrra svo það er ekki alveg marktækt heldur. Ég hefði auðveldlega geta skotið á ISO 6400 í fyrra, en hef greinilega ekki verið komin í þann hugsunarhátt strax eftir að ég fékk vélina.

Ljóst er að báðar þessar vélar eru dásamleg verkfæri sem gera starfið mitt auðveldara. Starfið segi ég – ætti kannski frekar að segja lífið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *