Jólaveiðar

Það er náttúrulega fáranleg hugmynd að setja upp risastórt leikfang í stofunni fyrir tvo unga fressketti og ætlast til þess að þeir afneiti fyrirfram forrituðu eðli sínu. Reyndar er nokkur munur á þeim félögum Mikka og Sólmundi. Mikki er greinilega meiri veiði- og skógarköttur en Sóli og var kominn undir tréð um leið og það var komið inn í stofu. Við fylgdumst með þeim í nokkurn tíma og reyndum að kenna þeim að láta þetta lokkandi tré í friði.

Aðfararnótt aðfangadags, rétt áður en ég fór í háttinn, sá égþegar Mikki lagði upp í þessa veiðiferð. Lítill rauður jólafugl var aðeins of lokkandi. Í stað þess að koma í veg fyrir “operation x-mas kill” greip ég í Nikon D3s með fastri 50mm f/1.4 linsu og náði þessum myndum. Allt skotið á ISO 12800 og lýsingin eru nokkur tungsten ljós sem lýsa frekar dauft í stofunni.

Eftir þessa veiðiferð lagði Mikki upp í aðra, en þá dróg ég hann út úr miðju trénu og lokaði svo þá bræður inn á klósetti fyrir nóttina. Skemmtilegra að leyfa trénu að hanga uppi, svona rétt yfir blájólin alla vega. Á aðfangadag gekk betur að vakta þá með hjálp barnanna. Um leið opnuðust nýjir möguleikar á enn girnilegri bráð. Ekki svo oft sem köttur kemst á hreindýraveiðar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *