Hvað er portrett?

Ég sat í dómnefnd fyrir ljósmyndasýninguna “Mynd ársins 2009” um síðustu helgi. Skemmtileg vinna og mikill heiður að fá taka þátt í að velja myndirnar. Með mér í dómnefnd sátu þau Pétur Thomsen ljósmyndari, Kjartan Dagbjartsson frá Nordic Photos og Max Houghton, ritstjóri hins virta tímarits 8 Magazine í Bretlandi.

Við dómnefndarstörfin kom ýmislegt í ljós varðandi ljósmyndun á Íslandi. Áherslur hafa breyst í takt við þróun blaðanna. Styrkur þeirra til að standa að baki öflugra ljósmyndadeilda hefur minnkað til muna. Sú þróun hófst reyndar löngu fyrir hrun, en það er önnur saga. Ljósmyndin virðist bara hafa minna vægi en hún hafði – alla vega í augum eiganda. Maður sér æ sjaldnar umfjöllun um Íslendinga þar sem ljósmyndin er látin njóta sín og leiða frásögnina. Reglulega koma út alls kyns sérblöð sem flest eru dulbúnar auglýsingar. Sú “umfjöllun” sem á sér stað er oftast keypt og ljósmyndunin er því sviðsettir atburðir.

Ef maður skoðar portrettið sérstaklega sést að það hefur að stórum hluta vikið fyrir sviðsettum ímyndarmyndum. Mynd af manneskju(m) verður ekki sjálfvirkt að portettmynd. Það voru margar fínar myndir þarna. Tæknilega vel útfærðar og grípandi fyrir augað. En að þær væru raunveruleg portett er annað mál.

Ég get ekki sagt að þetta hafi komið mér á óvart. Undanfarin ár hefur mér fundist áherslan liggja mikið þarna. Ekki misskilja mig. Það er mikið af vel unnum og stílhreinum myndum þar sem hæfileikar ljósmyndarans til að skapa ákveðna ímynd er ótvíræð. En fyrir mér skiptir það minna máli hvort ljósmyndarinn sé fær um að nota 8 ljós og að hann geti sett saman eða blandað myndum óaðfinnanlega í photoshop.

Maður þekkir gott portett um leið og maður sér það. Hvernig? Jú, það er eitthvað samband við manneskjuna á myndinni. Manni finnst myndin raunverulega segja eitthvað um viðfangsefnið. Og maður trúir því að myndin sé að segja satt, að manneskjan sé svona.

Til að ná slíkum myndum skiptir meira máli að ná tengingu við viðfangsefnið en að kunna að búa til útlit. Portett snýst um að segja sannleikann, ekki búa til sögu.

3 thoughts

  1. góður pistill chris. áhugavert hvernig skilin á milli auglýsingaljósmyndunar og blaða ljósmyndunar hafa orðið óskýrari, vel lýstar myndir í dagblöðum er oft svipaður mynd á næstu blaðsíðu sem er heilsíðuauglýsing fyrir e-h fyrirtæki

    en miðað við þá blaðaljósmyndara sem ég hef rætt við þá virðist heldur ekki verið til peningur til að staldra við á tökustað og ná tengslum við viðfangsefnið… spurning hvort það skáni eitthvað í því umhverfi sem blöðin eru í…

    annars er áhugavert hvort blöðin færu að kaupa meira efni af vertökum og áhugaljósmyndurum. þar gætu menn sinnt gæluverkefnum af meiri alúð ef það væri borgað fyrir það á annað borð

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *