Næsta Lightroom námskeið

Leikur ljóss á Hellisheiði. ©2010 Christopher Lund.
Leikur ljóss á Hellisheiði. ©2010 Christopher Lund.

Þá styttist í næsta Lightroom námskeið, en þau held ég í samvinnu við Sense í Hlíðarsmára. Mér telst til að þetta sé fimmta námskeiðið sem ég held í samvinnu við þá. Miðað við umsagnir þátttakenda hafa þau verið vel heppnuð, en auðvitað er alltaf misjafnt hvar fólk er statt í upphafi.

Námskeiðið hentar þeim vel sem hafa ekki/lítið unnið með forritið eða telja sig þurfa að ná betri tökum á því. Þó svo að Lightroom virki ekki mjög flókið forrit í samaburði við  Photoshop býður það upp á gríðarlega margt. Það er töluvert meira en bara myndvinnsluforrit. Það er líka gagnagrunnur sem heldur utan um myndasafnið og sá hluti forritsins er vanmetinn að mínu mati.

Sjálfur nota ég Lightroom gríðarlega mikið og með tímanum tileinkar maður sér alltaf meira og meira af möguleikum þess. Ég nota það bæði til að halda utan um myndasafnið mitt, en ekki síður til að halda utan um einstök verkefni. Ég prenta nær eingöngu út úr Lightroom og það nýtist mér vel til þess að halda utan um stór prentverkefni eins og sýningar.

Næsta námskeið er haldið daganna 1., 3., 8. og 10. febrúar 2010 frá kl. 18:00 – 22:00. Þetta eru mánudags- og miðvikudagskvöld. Verðið er 29.900.- kr.

Ég legg áherslu á það að geta sinnt þátttakendum vel og því er hámarksfjöldi þátttakenda pr. námskeið 10 manns. Á hverju námskeiði eru ætíð líflegar umræður um ljósmyndun, tæki og tól og auðvitað er talað mikið um Lightroom. Fólk sem kemur saman með ástríðu fyrir ljósmyndun getur ekki annað en farið ríkara heim að námskeiði loknu.

Það eru ennþá laus pláss á næsta námskeið og þeir sem hafa áhuga geta sent tölvupóst á Halldór hjá Sense.

One thought

  1. góðan daginn

    verður haldið annað lightroom námskeið en þetta sem er í febrúar ? Ég hefði mikinn áhuga á slíku námskeiði en er ekki viss um að geta komið í febrúar (enda kannski allt orðið fullt líka)

    Endilega látið mig vita ef þið vitið um annað námskeið hjá ykkur

    bestu kv
    Jórunn 697-5995

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *