Íslenskir listamenn

Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. ©2010 Christopher Lund.

Ég fékk smá verkefni fyrir Der Spiegel um mánaðarmótin. Áhugi Þjóðverja á Íslendingum hefur ekki minnkað í takt við gengi krónu. Hér á landi eru nefnilega til áhugaverðari hlutir (aðrir en peningar). Á Íslandi er öflugt menningarlíf. Og nú velta menn því fyrir sér hvernig því vegnar, á þessum nýju tímum.

Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri. ©2010 Christopher Lund.

Mér finnst gaman þegar Der Spiegel hefur samband. Verkefnin fyrir þá eru fjölbreytt, en eiga það þó sameiginlegt að þeir vilja fá “alvöru” myndir. Þá á ég við portrett sem eru ekki stílfærð eða sviðsett. Það þarf að vera tenging við manneskjuna sem er raunveruleg.

Barði Jóhannsson, tónlistarmaður. ©2010 Christopher Lund.

Þetta eru allt íslenskir listamenn sem ég lít upp til. Ég held að myndirnar gefi það líka til kynna.

3 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *