Öskudagur

Ég þarf að játa svolítið. Ég skil ekki öskudag. Þessi dagur er eitthvað svo fáranlegur. Öskudagur er rakinn til kristni og er fyrsti dagur lönguföstu. Við erum búin að afbaka hann í einhvers konar hrekkjavöku! Á hrekkjavöku er verið að þakka fyrir uppskeru og boða komu vetursins. Hrekkjavökubúningarnir tengjast því að mörk heima hinna lifandi og hinna dauðu voru óljós þennan dag (sem er btw 31. október!). Fólk dulbjó sig til að þekkjast ekki og buðu óvættunum mat og drykk til að friðþægja þær.

Ari Carl hrikalega hræðilegur draugur. ©2010 Christopher Lund.

Öskudagur alltaf verið svolítið spes hér á landi. Ég las mig til á vísindavefnum um þróun þeirra siða sem tengjast öskudegi. Þeir hafa þróast í allar áttir í gegnum tíðina. Svo hrekkjavökuvæðing okkar Íslendinga á öskudegi er kannski ekki svo skrítin, í ljósi þess að Ísland hefur lengi haft Bandaríkin sem fyrirmynd?

Það hefði verið svolítið hressandi að skella smá þjóðernisrembing í þetta aftur. Hætta að kaupa einnota búninga á okurverði og fara að sauma öskupoka á ný. Allir krakkar út í vaðmálinu sínu að hengja poka í fólk! Kreisý stuð!

Það voru heimagerðir búningar hér á bæ. Vínberjaklasinn hennar Arndísar var nokkuð ferskur fannst mér. Hér eru fleiri myndir frá gærkvöldi við undirbúning öskudags 2010.

2 thoughts

  1. Eigum við að tala um mótsagnirnar sem verða til í skólastarfi á svona degi? Það væri efni í heila ritgerð…..!

    Krakkarnir eru hinsvegar flott 😉 og stemmningin var gríðarleg.

  2. Öskudagurinn pottþétt leiðinlegasti dagur íslandssögunnar – amk fyrir kennara!

    Gríðalega flottir búningar – sérstaklega berjaklasinn ! Móðirin fær fullt hús stiga fyrir undirbúning og framkvæmd
    Kennarinn

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *