Flottur árangur

Ég er svo stoltur af Bjargey, elstu dóttur minni. Þessi elska vann upplestrarkeppni í skólanum sínum dag. Ég er búinn að fylgjast með henni við undirbúningin undanfarna daga, heyra í henni lesa upphátt fyrir sjálfa sig kvöld eftir kvöld. Í gærkvöldi sagði hún mér að hún kynni orðið textann utanbókar, svo oft var hún búin að lesa í gegnum hann. Bjargey hefur þann frábæra eiginleika að hafa trú á sjálfri sér. Lestur var eitt af því sem hún mátti bæta og nú hefur hún náð þessum frábæra árangri, að vera valin af dómnefnd, til að keppa fyrir hönd skólans í stóru upplestrarkeppninni, sem verður haldin 11. mars. Það er á svona dögum sem ég finnst ég vera ríkasti maður í heimi.

7 thoughts

 1. Það var aldeilis skemtilegt símtal þegar Bjargey hringdi í mig í gær og sagði mér frá árangrinum. Innilega til hamingju.
  Stoltur afi Mats

 2. Frábært afrek hjá Bjargey og fallega skrifað hjá þér Chrissi. Samgleðst ykkur öllum.
  Kveðja, amma Arndís.

 3. Frábær frammistaða, frábær bloggfærsla.

  Bjargey er góð fyrirmynd. Til hamingju með stúlkuna.

  Ég sýndi dóttur minni færsluna en hún var að keppa í Hjallaskóla í gær. Hún efldist eftir lesturinn og tók Bjargey sér til fyrirmyndar og náði sama árangri. Nú þarf hún að lesa fyrir skólan sinn í Salnum eftir 11 daga.

  Langasjávarkveðja,
  Sigurpáll

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *