Er alltaf gott veður á Akureyri?

Við Árni fórum norður um helgina. Ætlunin var að fara í Hlíðarfjall og renna sér svolítið á skíðum. Það var nebblega búið að segja okkur að það væri alltaf gott veður á Akureyri og að skíðasvæðið væri opið hátt í þrjú hundruð daga á ári.

Við brunuðum norður á föstudeginum á Lund Rover, náðum í lyklana að íbúðinni, smelltum okkur í gallann og svo beinustu leið upp í fjall. Þar var reyndar svolítið tómlegt, enda nýbúið að loka svæðinu sökum hvassviðris. Æði.

Helgin leið og ekki opnaði fjallið. Við félagarnir erum því vel “bernaise-aðir” eftir helgina. Bautinn, Greifinn og Strikið. En ekki Friðrik V. Hann er lokaður eins og víðfrægt er orðið. Minnist þess ekki að nokkur veitingarstaður hafi fengið eins mikla athygli fyrir það að fara á hausinn?

En vessgúvel. Hér er smá tæmlaps fyrir ykkur. Akureyri – Reykjavík á 3 mín og 24 sek. Og það á Land Rover!

6 thoughts

  1. Svarið er nei! Fór sömu fýluferð í sömu erindagjörðum þessa sömu helgi. Massa fúlt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *