Fimmvörðuhálsinn

Norðurflug yfir Fimmvörðuhálsi. ©2010 Christopher Lund.

Eftir missheppnaða tilraun fyrstu gosnóttina var ég búinn að vera í nettri eldgosafýlu. Hún var þó fljót að hverfa þegar ég komst í flugferð með Jóni Spaða. Hann er fáranlega fær þyrluflugmaður og þrátt fyrir að vera ekki í eiginlegu ljósmyndaflugi náði ég mynda í gegnum pínulítinn glugga fram í. Ekki alveg til aur í buddunni til að leigja þyrluna til einkanota (enda tíminn á 260 þús!) þannig að ég fór með í útsýnisfluginu sem þeir eru að bjóða frá Hótel Rangá. Hverrar krónu virði það.

Við feðgar réðum svo heimamann til að aka okkur upp frá Sólheimajökli og náðum upp að gossvæðinu rétt fyrir ljósaskiptin. Það var ótrúleg upplifun vægast sagt. Ég var í eins konar transi og myndaði án afláts á milli þess sem ég starði bara á þetta magnaða sjónarspil.

Ég er ekki búinn að fara í gegnum allt efnið en vann þessar fimm sem eru að rúlla í slideshow á síðunni. Ég bý svo til stærra gallery á næstu dögum.

44 thoughts

 1. Þetta eru sjúklegar myndir.
  ég verð að segja að mér leið einsog ég væri að dreima þegar ég var þarna. þetta var allt svo óraunverulegt.

 2. Frábærar myndir hjá þér Chris.

  Maður langar alveg ofboðslega að fara, en veikindi stoppar mann alveg

 3. Takk fyrir að leyfa okkur að njóta þessara frábæru mynda af gosinu.
  Það bíða eflaust margir spentir eftir að sjá meira frá þér.

  Kv AÖ

 4. Stórkostlegar myndir! Einhverjar þær alflottustu gosmyndir sem sést af undanfarna daga og er þá mikið sagt. Takk fyrir að leyfa okkur að njóta!

 5. Þetta er alveg það flottasta sem ég hef séð af þessu gosi, engin spurning með það herra Lund.

  Þið Gummi Stóri saman væri líklegast flottasta ljósmyndara combó sem í boði væri um þessar mundir.

  Bravó bravó og bravó…. innblástur fyrir okkur hina.

 6. ótrúlega flottar myndir hjá þér. Mikið sjónarspil, það er gott fyrir fólk sem hefur ekki tíma né burði til að komast á svæðið að fá að njóta svona flottra mynda frá þér og fleirum. Glæsilegt!

 7. Meistari Chris – þú varst rétt í þessu að toppa þig. Alveg klikkaðar myndir – alveg tryllt sjúklega flottar myndir hr. Lund. Öfunda þig upp úr skónum.

 8. Frábærar myndir af eldgosinu Chrissi minn – svo sannarlega biðinnar virði! Hlakka til að sjá meira.

 9. Þetta er lang bestu ljósmyndirnar sem ég hef séð af gosinu til þessa. Ég gekk þarna upp um helgina og var of þreyttur til að gera neitt af viti. Vel gert!

 10. Virkilega flottar myndir vinur, klárlega með þeim allra bestu sem ég hef séð af gosinu. Well done! Tek undir með Baldri, nú er bara að fara láta rjúka svolítið duglega úr Epsoninum.. og hefja sölu á printum 😉

 11. Sláandi flottar myndir! Klárlega of góðar fyrir íslensku sneplana, kanski National Geographic? 😀

 12. Mér fannst ég vera á staðnum. Ótrúlega flottar myndir, með þeim bestu sem ég hef séð. Svo lifandi. Sýna raunveruleikann þeim sem ekki geta farið á svæðið vegna veikinda eða hömlunar. Mæli með prentaraframleiðslu. Örugglega einhverjir sem vilja kaupa. Kærar þakkir fyrir að leyfa mér að njóta.

 13. Vá!!! Klikkaðar myndir…í jákvæðri merkingu auðvitað 😉

  Hvaða linsu notaðir þú og hvernig varstu með hana stillta?
  (ef ég má spyrja)

  Er að fara í þyrluflug á morgun þarna uppeftir, og þætti vænt um að fá góð ráð 🙂

 14. Sæl Helga.

  Þessar myndir eru teknar á þrjár linsur; AF-S Nikkor 24-70mm f/2.8G, AF-S Nikkor 14-24mm f/2.8 og AF-S Nikkor 70-200mm f/2.8G VR II. Ég nota svo NIkon D3s og Nikon D3x vélar.

  Varðandi loftmyndatöku þá borgar sig að stilla vélina á lokararhraða 1/1000s – jafnvel styttra fyrir lengri linsurnar. Það getur verið svolítið erfitt með lýsingu í þessum andstæðum – dökkt hraun á hvítum grunni – þannig að það borgar sig að skoða vel histogram og gera leiðréttingar á ljósmælingu eftir þörfum. Gangi þér vel!

  Chris

 15. Sæll Sigurpáll.
  Sagan á bak við myndina af hraunfossinum er svo sem ekki flókin. Aðalatriðið var að komast þangað á þessu augnabliki! Það var frábært að ná þangað ljósaskiptunum og á meðan hraunið var ekki að falla of mikið á fönnina, því þá komu upp miklir bólstrar sem bæði eru hættulegir og byrgja líka sýn. Til að ná öllu gilinu notaði ég AF-S Nikkor 14-24mm f/2.8G linsu. Ég sá ljósið á hjarninu í forgrunninum og vildi ná því með og því þurfti ég svona víða linsu. Myndin er skotin á ISO 200 á f/11 og 4 sekúndum minnir mig.
  Chris

 16. Hvað kosta þessar ótrúlega fallegu myndir hjá þér?
  Ég tek undir að þetta eru flottustu myndir af gosinu sem ég hef séð.

  Bestu kveðjur
  Kristrún Lilja

 17. Takk kærlega fyrir þetta Chris.

  Frábært að fá svona tips frá \”proffa\” :o)

 18. Þetta eru fallegustu og bestu myndirnar sem ég hef séð af gosinu. Hlakka til að fylgjast með þér.

 19. Takk fyrir þetta.
  Ég var búinn að fá þetta líka í pósti. Þetta er örugglega fake síða, alla vega ekki á vegum Norðuflugs og myndin mín er stolin. Hvet sem flesta til að gera “report” á hana á Facebook.

 20. Alveg hreint frábærar myndir. Ég er stödd í Frakklandi og geri ekki annað en að sýna fólki hvað þetta er allt tilkomu mikið. Takk fyrir að sýna okkur þetta.

 21. Amazing pictures! Love your country!
  I would like to see the eruption on my own,but instead I watch these nice pictures. Thanx for capturing it in a wonderful way, so we can enjoy it!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *