Eldgos @ ISO 25.600

Eldgos í Eyjafjallajökli í ljósaskiptunum. ©2010 Christopher Lund.
Eldgos í Eyjafjallajökli í ljósaskiptunum. ©2010 Christopher Lund.

Fyrir ekki löngu síðan hefði verið ómögulegt að ná nothæfri mynd við svona aðstæður. Klukkan er 21.39 að kveldi 19. apríl og ég er staddur í Cessnu Hawk yfir Eyjafjallajökli. Birtan er alveg að hverfa, við fljúgum á um 90 hnúta hraða með opinn glugga og ég tek þessa mynd á ISO 25.600 á Nikon D3s. Það gefur mér lokararhraða upp á 1/200s og ljósop f/2.8. Almennt myndi maður segja að 1/200s væri ekki nógu stuttur lokararhraði fyrir loftmyndatöku, hvað þá á 185mm brennivídd. En hristivörnin í 70-200mm VRII linsunni gaf mér skarpar myndir alveg niður í 1/60s. Ég er frekar sáttur.

Hér má annars skoða fleiri myndir frá gosinu í Eyjafjallajökli.

11 thoughts

  1. I feel it would be very interesting indeed for foreign guests to your web site if you would included a description in english as well.
    It would even increase the marketing value for your marvelous photos.
    Thanks for sharing the experience with us.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *