24mm í portrett?

Gleiðhornalinsur eru (of) oft misnotaðar. Netið er uppfullt af alls konar myndefni sem er skotið á mjög víðar linsur. Oft virðist mér það vera til þess eins að sýna fram á hversu víða linsu viðkomandi á! Landslag er oftast fórnarlamb þessarar misnotkunar. Vissulega eru til flottar landslagsmyndir skotnar á 14mm brennivídd. En þær eru nálin í heystakknum.

Ég heyrði sögu af myndaritstjóra í Danmörku sem var kominn með svo mikið upp í kok af gleiðhorna-væðingu blaðaljósmyndara að hann bannaði beinlínis ljósmyndurum blaðsins að nota víðari linsur en 35mm í starfi sínu. Hvort sem það er satt eður ei þá finnst mér það áhugaverð pæling.

Portrett má ekki skjóta á víðar linsur. Svo segja fræðin að minnsta kosti. En reglur eru til að brjóta þær. Ef við erum að ljósmynda fólk með víðum linsum þurfum við að vera meðvituð um bjögunina og láta hana vinna með okkur frekar en á móti. Tökum myndina af Ara hér að ofan sem dæmi. Hann er frekar miðsettur í rammanum og ég er í augnhæð við hann. Börn verða oft enn meiri krútt þegar víðlinsan ýkir enn frekar það sem við fullorðna fólkið elskum -> stórt höfuð miðað við búk. Það hættir samt að vera sjarmerandi þegar þessar elskur verða táningar…

One thought

  1. allt að 24mm getur þó virkað mjög vel í full body portrait annars er ég sammála þér með víðlinsuklámið, linsubjögun fer oft voða illa með skotmörkin!
    myndin af Ara er kúnstug þó 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *