Fjallahjólaflipp

Bjargey fékk nýtt hjól í dag. Það er af sem áður var að maður fái sæmilegt fjallahjól fyrir 30-40 þúsund. Prísinn fyrir gott hjól í dag er næstum tvisvar sinnum það takk fyrir! Fórum í Örninn enda ber sú verslun af þegar kemur að reiðhjólum. Oft verið meira úrval af alvöru hjólum. Væntanlega fáir sem eru að versla sér dýru hjólin í dag. Sá þó Trek Carbon racer á 1.500 þúsund.

Eftir að búið var að velja rétta hjólið og ganga frá kaupum hjóluðum við að sjálfsögðu saman heim. Ég fór með stúlkuna á “fornar slóðir” á stígana utan í Breiðholtinu í stað þess að hjóla á malbikinu. Þetta eru nú einu sinni fjallahjól! Var með litlu Olympus Tough vélina með og ákvað að taka smá video með “einari”.

Karlinn hefur engu gleymt…

3 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *