Úlfur í sauðagæru

Litla Canon S90 myndavélin er sannkallaður úlfur í sauðagæru. Lítur út eins og venjuleg vasamyndavél og virkar ekki fancy á að líta. En hún getur töluvert mikið meira en þær flestar. Myndgæðin koma skemmtilega á óvart og möguleikinn á að skjóta RAW býður enn meiri möguleika til að kreista allt út úr kvikindinu.

Stærsta ljósop er f/2.0 á 6mm brennivídd og f/4.9 á 22.5mm. Hægt er að stilla allt sjálfur og stýra t.d. þannig ljósopi eða hraða. Vélin er með P-program, Av, Tv, Full Manual, Full Auto og Custom uppsetningu. Hægt er að stilla hringinn sem er í kringum linsuna þannig að maður velji þar ljósop eða hraða, ISO, over/underexposure ofl. Mjög svalt kerfi finnst mér.

Allar aðgerðir eru því aðgengilegar og auðvelt að taka stjórnina frá vélinni ef þarf. Hægt er að stjórna styrk á flassinu, sem er frábært ef maður vill nota fill-flash sem má ekki að vera of áberandi. Eina sem ég sakna er meiri upplausn á video en það er bara VGA. HD video væri auðvitað frábært. Video er nefnilega eitthvað sem ég þarf að skjóta meira af. Fyrir tveimur árum keypti ég mjög fína Sony HD videovél. En hún er eiginlega overkill í það sem ég er að gera. Auk þess er allt of mikið vesen að importa þessu AVCHD formati og klippa til. Gerir það ekki nema þú sért tjöruslakur með nægan tíma í að horfa á tölvuna vinna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *