Þetta var rokk!

Elísabet Þráinsdóttir a.k.a Beta rokk

Stundum eyðir maður heilu kvöldi í að hræra fram og tilbaka í WordPress stillingum. Þetta byrjar yfirleitt þannig að ég ætla að prófa að breyta eitthvað smá og þá fer allt í steypu. Kvöldið í kvöld var eitt af þeim. Rosa stuð. En að lokum náði ég að gera þær breytingar sem mig langaði að gera. Náði að klóra mig í gegnum sérsniðið þemað og fá dótið til að virka aftur með Photoshelter. Það var rokk!

Nú get ég sett nánast allt myndefni inn á síðuna beint frá Photoshelter sem hýsir myndasafnið mitt. Hvort sem það eru stakar myndir eða myndasýningar. Ég hef gert það áður svo sem, en það hefur verið mikið meiri handavinna og stuðningurinn við þemuna ekki verið 100% í lagi.

Stundum borgar sig að þrjóskast bara við þó að maður kunni lítið sem ekkert…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *