Út að leika

Suma daga verður maður bara að fara út að leika. Mánudagar eru sérstaklega góðir í það. Ekki síst ef maður þarf að prófa nýjan bíl. Ég er loksins kominn aftur á Land Rover Discovery. Það tók svolítinn tíma að landa þessum en það gekk fyrir rest. Fyrri eigandi hefur hugsað vel um hann og það leyndi sér ekki í dag. Hrikalega mjúkur og fínn, hleypti úr niður í 12 pund og þá fann maður varla fyrir stórgrýtinu.

Ég ákvað að taka smá hring sunnan við Skjaldbreið. Fór austan megin inn á Bláskógarheiðina, svo  meðfram Skjaldbreið að Hlöðufelli og suður Rótarsand niður á Laugarvatn. Það blés svolítið upp á Rótarsandi eins og sést á þessari mynd hér fyrir neðan. Fínn sandurinn minnti mig á það þegar ég var að mynda í öskufalli úr Eyjafjallajökli. Hugsanlega er hún eitthvað í bland þarna.

Smellti mér svo upp á Lyngdalsheiði og af henni aftur norður að Skjaldbreið. Hafði ekki farið þessa leið áður en hún er mjög falleg í kvöldsólinni, þar sem maður þræðir með fjöllunum. Þó að myndavélin hafi verið með í för tók ég nú fáar myndir. Þetta var meira svona ökuferð sko!

3 thoughts

  1. Þakka fyrir goðar myndir og fina frásögn. Það minnir mig á ferð okkar á sömu sloðum fyrir margt löngu á Pajeroin. Nú var þetta greinilega ævintyri likast.
    Til hamngju með farkostin.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *