Að sjá betur

Bjargey í keiluhöllinni. ©2010 Christopher Lund.
Bjargey í keiluhöllinni. ©2010 Christopher Lund.

Það er furðuleg tilfinning að smella af mynd við aðstæður þar sem birtumagnið er svo lítið að maður sér engan veginn hvort myndin sé í fókus og reikna með því að hún verði ekki bara nothæf – heldur í góðu lagi! Myndin hér að ofan er tekin á ISO 12.800, ljósop f/1.4 og hraði 1/60s. Ekki mikið ljós það.

Það er í raun ótrúlegt hvað tæknin í stafrænni ljósmyndun er farin að gera okkur kleift. En það er sama hversu þróuð hún verður, hún kemur aldrei til með að leysa af hólmi nám, þekkingu og reynslu. Góður ljósmyndari er ekki bara tæknitröll. Hann þarf að kunna á margt annað en búnaðinn sinn. Og hann heldur áfram að læra. Það gerir þetta starf svo skemmtilegt. Maður er aldrei búinn að fullnema ljósmyndun.

Þess vegna skýtur það skökku við að fólk vilji fá að starfa sem atvinnuljósmyndarar – þó það hafi ekki lokið námi?

Ég held að þeir sem ná að lifa af ljósmyndun hafi á einn eða annan hátt numið það sem til þarf. Það er nefnilega ekki svo auðvelt að lifa af ljósmyndun einni saman. Það er ekki nóg að kaupa bara græjurnar og kunna á þær. Ég hef séð marga hefja rekstur ljósmyndastofu og hætta rekstri eftir tiltölulega skamman tíma. Þeir sem ná hins vegar að halda rekstri gangandi eru að gera eitthvað rétt. Sú formúla getur verið margslungin og í raun aldrei eins.

Ljósmyndarar á Íslandi þurfa að starfa saman, jafnt áhuga- sem atvinnumenn. Til þess að það sé hægt þarf fólk að bera virðingu fyrir hvort öðru. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra sannra ljósmyndara að hefja ljósmyndun á stall. Menntun er hornsteinninn í því uppbyggingarstarfi sem framundan er – hvernig sem formið á henni er.

5 thoughts

  1. Virkilega góður pistill hjá þér drengur !!

    Og Myndin er geggjuð sem fylgir með.. D3s er yndislegt barn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *