7 ára Karate Kid

Ari Carl Karate Kid. ©2010 Christopher Lund.

Ari Carl varð sjö ára gamall í dag. Helgin var eiginlega eitt stórt afmæli. Strákaafmæli í skógarhúsinu í Björnslundi í gær og svo fjölskylduafmæli heima í dag. Ari er nýbyrjaður að æfa karate og fékk því karatebúning frá okkur sem hann var afar ánægður með.

Þegar gestirnir voru farnir í kvöld var hamast í karate á milli þess sem maður hámaði í sig meiri kökur. Smá súkkulaðiblettir hér og þar gera búninginn bara líflegri. Hér má skoða fleiri myndir frá afmælishelginni miklu.

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *