Foreldraskóladagur

Fór með Ara í skólann í morgun, það er svona foreldraskóladagur í dag þar sem við foreldrar fáum sjá hvað börnin okkar eru að læra. Ari byrjaði á því að taka eina skák áður en kennarinn fór yfir dagsplanið. Að því loknu perluðum við feðgar marsbúa (sem leit reyndar út eins og græn kanína). Mikið rosalega er notalegt að byrja daginn svona. Mig langaði eiginlega ekkert að fara!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *