Að skjóta ísbjörn

Ég póstaði tvíræðum status í fyrradag á Facebook og sagðist ætla fara að skjóta ísbjörn. Einhverjir föttuðu ekki tvíræðnina og systir mín hringdi í mig áðan og spurði hvort ég væri á Grænlandi, því hún hafði frétt af meintum ísbjarnarveiðum mínum!

Bjargey Ólafsdóttir listamaður bað mig um að taka myndir af verki sínu á Langjökli, en þar var í dag málaður þessi 90x50m rauði ísbjörn. Verkið er hluti af 350 Earth project þar sem listamenn um allan heim gera risastór umhverfislistaverk. Ég vill meina að verkið hennar Bjargeyju sé með þeim flottari!

Það var Jón Spaði hjá Norðuflugi sem flaug með okkur Besta tökumann, en hann skaut líka þetta video á RED.

Á mánudag verður fjallað um verkið og Bjargey í Kastljósi.

Frekar skemmtilegur dagur í vinnunni í dag myndi ég segja.

2 thoughts

  1. fantastic blog,photos and work.That bear will be safe from the bullets.
    Congratulations and keep your self like that.!Good job¡¡

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *