Keppnisskap

Það er eitt sem vantar ekki í hana Arndísi mína og það er keppnisskap. Þótt hún sé ekki há í loftinu gengur henni vel í handboltanum, því hún er ákveðin og snögg.

Það var frábært að sjá hana og hinar Fylkisstelpurnar á mótinu í Laugardalshöll í dag. Framfarirnar eru stöðugar og Alla þjálfari nær að laða fram það besta í hverjum og einum leikmanni. Mikill fengur fyrir Fylki að hafa svona reynslumikinn handboltamann og þjálfara innanborðs.

Stundum er fundið að börnum sem hafa of mikið keppnisskap og vissulega er mikilvægara að taka þátt en að vinna. En metnaður til að gera sitt besta og ná árangri eru dýrmætir eiginleikar. Ég er á því að keppnisskap þarf að vera til staðar í réttu magni í lífinu. Ætli það sé ekki betra að hafa meira en minna af því?

Hér eru nokkrar fleiri myndir af litla naglanum mínum.

2 thoughts

  1. alltaf jafn gaman að sjá hvað þú nýtur föðurhlutverksins í botn Chris

    Í okkar starfi sem ljósmyndarar er klárlega þörf fyrir keppnisskap. Án keppnisskapsins tæki maður örugglega sömu myndirnar ár eftir ár

    b.kv,

    Benni

  2. Flottar myndir. Ég tel keppnisskap vera af hinu góða, fær okkur til að gera okkar allra besta. Ég hafði full mikið af því sem strákur en nú næ ég að beisla það þannig að ég reyni alltaf að gera betur og betur, sem er ansi mikilvægt í ljósmyndun 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *