Gleðilega hátið!

Mikki jólaköttur. ©2010 Christopher Lund

Ekki fór fjölskyldan í jólaköttinn í ár frekar en áður. Við þökkum kærlega fyrir allar fallegu gjafirnar! Hér eru nokkrar myndir af fjölskyldunni um þessi jól.

Fyrir ljósmyndanörrana þá er þetta mikið tekið á nýju AF-S Nikkor 35mm Nikkor f/1.4G linsuna. Ég var búinn að bíða lengi eftir þessari, enda var Canon EF 35mm f/1.4L ein af uppáhalds linsunum mínum þegar ég var með Canon kittið með föstu linsunum. Ég á reyndar líka Ziess Distagon 35mm f/2 með F-mount, en það verður að segjast eins og er að það er ekki hátt hlutfall mynda teknar wide-open á henni sem reynast skarpar.

Ef viðfangsefnið er á hreyfingu er mjög erfitt að negla fókus 100% á manual fókus linsu. Ziessinn er samt æðisleg linsa með sérstakan karakter. Ég er því ekkert viss um að ég selji hana þrátt fyrir að vera kominn með sömu brennivídd frá Nikon.

Ari Carl á Þorlákmessu. ©2010 Christopher Lund.

Fyrstu kynnin af AF-S Nikkor 35mm f/1.4G eru góð. Linsan er eiturskörp galopin og fókuserar hratt og örugglega. Fókuskerfið í D3 vélunum er mjög öflugt. Sumum finnst það flókið, enda eru stillingarnar ófáar og samsetningar þeirra virðast óendanlegar. Það tekur því nokkurn tíma að mastera stillingarnar, sértaklega varðandi eltifókus.

En eftir smá tíma í að prófa sig áfram við mismunandi aðstæður kemur í ljós hversu öflugt fókuskerfið er. Það er hægt að aðlaga það mjög ólíkum og um leið krefjandi aðstæðum. Það er líka hægt að láta vélina “ákveða” fyrir sig, nokkuð sem ég flippa henni yfir á þegar börnin taka myndir. Og alltaf kemur það mér á óvart hversu hátt hlutfall þeirra mynda vélin neglir 100% í fókus, jafnvel þegar skotið er á mjög stórum ljósopum.

Fyrir Nikon D3 eigendur mæli ég eindregið með þessari bók/CD eftir Thom Hogan. Þarna er farið mjög vel yfir flóknari hluti sem Nikon leiðarvísirinn skilar ekki eins vel – þrátt fyrir að vera á íslensku. Tilvalin jólagjöf frá jólasveininum?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *