Götuljósmyndun

Manon bíður eftir ösnum. ©2002 Christopher Lund.

Alvöru götuljósmyndun eða Street Photography er eitthvað sem maður sér ekki mjög oft í dag. Stafræna byltingin í ljósmyndun hefur fært fókusinn mikið yfir á tæki, tól og ekki síst eftirvinnslu í tölvu. Það er vissulega skemmtilegur heimur (það kæm úr hörðustu átt ef ég færi að hrauna yfir stafræna ljósmyndun).

En það er óneitanlega frískandi að skoða góða götuljósmyndun. Þar er höfuð áherslan er á rétta augnablikið, rétta staðsetningu og góða myndbyggingu. Það er bara e-h óútskýranlegaur galdur við góða götuljósmynd.

Sagan af Vivian Maier sem ég uppgvötaði í dag er hreint með ólíkindum. Hún var barnfóstra og áhugaljósmyndari, tók afburða götumyndir sem gefur stóru nöfnunum lítið eftir. Ég er búinn að rúlla í gegnum mynd eftir mynd í kvöld og alltaf koma fleiri og fleiri gullmolar á skjáinn. Þvílíkur fjársjóður!

Hér er umfjöllun um Vivian Maier og John Maloof – manninn sem fann fjársjóðinn fyrir tilviljun.

2 thoughts

  1. Sá þetta núna áðan. Þetta er mögnuð saga af magnaðri konu. Það sem ég væri til í að fara á sýninguna hennar í Chicago. Mun allavega tryggja mér eintak af bókinni þegar hún kemur út! I´m so inspired… því ég elska götuljósmyndun 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *