Raufarhöfn

Surf and turf at Raufarhöfn, Iceland. (Christopher Lund/©2010 Christopher Lund)

Stundum kemur það fyrir að ég sest niður við tölvuna að kveldi til að vinna í ákveðnu verkefni, en afvegaleiðist í eitthvað allt annað. Oftar en ekki eru það myndir sem ég var búinn að krukka eitthvað í, en ekki haft tíma eða nennu til að klára. Það er enginn skortur á slíku efni á mínum hörðu diskum.

Sumarið 2009 tók ég svolítið á filmu hér og þar. Ekki fallegt landslag, ekki fjölskyldumyndir, ekki neitt nema bara það sem vakti áhuga minn þær mínútur eða klukkustundir sem ég eyddi á hverjum stað.

Svona ljósmyndun er mín hugleiðsla. Get ekki lýst því, en ég dett í hlutlausan. Hugsa ekki heldur ljósmynda bara. Það fylgir því dásamlegt frelsi að hugsa ekki. Elta bara sjálfan sig án þess að pæla neitt hvert maður er að fara.

Ég veit ekki hvort þessar myndir frá Raufarhöfn sem teknar voru í tveggja tíma hugleiðslu séu ‘góðar’. Mér þykir vænt um þær því þær kippa mér beint í tilfinninguna í hvert sinn sem ég skoða þær. Það finnst mér vera ljósmyndun. Ég held að ef tilfinningin smitast eru myndirnar ‘góðar’.

2 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *