The Father, Son and the Holy Goat

Hin heilaga linsu þrenning. Það eru til margar uppskriftir.

Nikon virðist ætla sér að einfalda málið þessa dagana með því að bjóða pakka með þremur nýjustu f/1.4 linsunum. Þeir hafa reyndar ekki komið með neina opinbera tilkynningu um þennan pakka. Það merkilega er að verðið er hagstæðara en að kaupa þær í sitt hvoru lagi! Það er auðvitað lógískt í almennum viðskiptum, en hingað til hefur það ekki beint verið stefnan í verðlagningu á ljósmyndadóti.

En þurfum við svona bjartar (og um leið dýrar) linsur? Það fer auðvitað eftir því hvers konar ljósmyndun við stundum og hvaða kröfur við gerum. Þessar þrjár dekka a.m.k. mjög skemmtilegt svið og skilar okkur nothæfum myndum við nánast hvaða birtuskilyrði sem er.

Elísabet 4 ára. Blásið á kertin. (Christopher Lund/©2010 Christopher Lund)

Hins vegar eru þessar f/1.4 linsur ekkert endilega svo mikið betri en aðrar þegar þær eru stoppaðar niður. Diffraction sést yfirleitt fyrr og því getur borgað sig að nota aðra linsur í þeim tilfellum þegar nota þarf ljósop f/8-11 eða smærra. Þess vegna myndi ég frekar fara af stað með AF-S Nikkor 24-70mm f/2.8G í gönguferð til að mynda landslag, heldur en að burðast með þrjár f/1.4 linsur sem ég væri sífellt að rífa af og setja á, með tilheyrandi möguleika á ryksöfnun á skynjara.

En ég viðurkenni að ég er sökker fyrir þessum björtum linsum. Ég ljósmynda gjarnan við skilyrði þar sem ég hef ekki tíma eða möguleika til þess að stýra lýsingu eða þá hver bakgrunnurinn er. Svona linsur er ómetanlegar í báðum tilfellum.

Ég hef nú þegar eignast nýju Nikkor AF-S 24mm f/1.4G og Nikkor AF-S 35mm f/1.4G. Ég er svo með demo eintak af Nikkor AF-S 85mm f/1.4G í láni um helgina frá Beco. Ég rá reyndar fyrir Nikkor AF 85mm f/1.4D sem er frábært gler, skarpt og fallegt, en sjálfvirki fókusinn mætti vera hraðvirkari. Við aðstæður þar sem viðfangsefnið er á hreyfingu á hún oft í erfiðleikum. Optíkst hélt ég að það væri tæpast hægt að toppa hana en nýja G-linsan gerir það. Og maður lifandi hvað AF-S fókusinn munar miklu, hraðvirkur og nákvæmur. Linsan skilar ennfremur svæðum sem eru út úr fókus (bokeh) afskaplega mjúkum og fallegum, eins og við mátti búast.

Canon á sínar frábæru: Canon EF 24mm f/1.4L II, Canon EF 35mm f/1.4L og Canon EF 85mm f/1.2L II. Ég átti þær allar um tíma, auk þess sem Canon EF 50mm f/1.2L og Canon EF 135mm f/2L voru gjarnan í töskunni. Allt frábær gler. En ef ég ætti að velja þrjár af þessum fimm held ég að ég myndi jafnvel frekar stilla upp 35mm – 50mm og svo 135mm. Canon EF 135mm f/2L er líklega ein allra bestu linsukaup sem ég hef gert. Æðisleg linsa í alla staði, fáranlega fljót að fókusera og skerpa/bokeh yndislegt. Hér er dæmi:

Arndís úti við bústaðinn við Meðalfellsvatn. (Christopher Lund/©2008 Christopher Lund)

Ziess linsurnar fyrir Nikon og Canon D-SLR eru möguleiki líka, sætti maður sig við að missa sjálfvirka fókusinn. Þessar linsur hafa selst mjög vel upp á síðkastið, ekki síst eftir mikla uppfjöllun og lof á ljósmyndakeppni.is. Ég hef nú ekki prófað að setja annað en Distagon T* 2,8/21 ZF og Distagon T* 2/35 ZF á mínar vélar og þær eru a.m.k. á pari við það besta frá Nikon varðandi skerpu og bjögun. Mig langar svolítið að prófa Planar T* 1,4/50 ZF til að bera saman við Nikkor AF-S 50mm f/1.4G sem er eiginlega veikasti hlekkurinn núna í föstu Nikkor f/1.4G línunni. Hún er samt ekkert drasl. Þessi mynd er tekin á hana á f/2 og 1/250s á Nikon D3x @ ISO 6400.

Volcanic eruption in Eyjafjallajökull, 19th of April 2010. On 14th of April 2010 Eyjafjallajökull resumed erupting after a brief pause, this time from the top crater in the centre of the glacier, causing meltwater floods (also known as jökulhlaup) to rush down the nearby rivers, and requiring 800 people to be evacuated. This eruption was explosive in nature and is estimated to be ten to twenty times larger than the previous one in Fimmvörðuháls. This second eruption threw volcanic ash several kilometres up in the atmosphere which led to air travel disruption in northwest Europe for six days from 15 April 2010, including the closure of airspace over most of Europe. (Christopher Lund/©2010 Christopher Lund)

Eitt er víst. Ef maður eyðir svona miklum tíma og peningum í þennan nördaskap er eins gott að koma annað slagið í hús með ljósmyndir sem eru annað en bara skerputest!

9 thoughts

 1. varð fyrir nokkrum vonbrigðum með Zeiss 50 1.4 þ.e galopna

  en kannski engin linsa að gera sig neitt voðavel á svona stóru opi

  er samt spenntur fyrir canon 50 1.2, langar bara ekki að þyngja töskuna meira

  sammála með 135 L, frábær linsa

 2. Já, ég hef ekki prófað Ziess 50 1.4 en skilst að hún sé líkt og Nikkorinn varla nothæf galopin. Hún er hins vegar strax þokkaleg stoppuð niður 1 ljósop eins og sést á Eyjafjalljökulsmyndinni.

  Ég var mjög ánægður með mína EF 50mm f/1.2L – en þær voru nokkuð misjafnar, ég virtist heppinn með eintak.

 3. er það málið, á maður að fá 5 eintök, prófa og velja þá bestu þegar kemur að Canon?

  vissi til þessa að Goecker í danmörku mælti oft með þessu fyrir ljósmyndara

 4. Zeiss Z* 50/1.4 er sennilega veikasti hlekkurinn í Z* línunni frá Zeiss, ef maður miðað við algengustu notkun á 50/1.4 linsu, þ.e. wide-open portraits, hún er algjört drasl í það. Hún skilar hinsvegar svírðilega hárri upplausn & frábærum litum á f/5.6 – f/8. Ég hef ekki prófað Nikon 50/1.4 en ég hef hinsvegar farið með ZE 50/1.4 í strangt test á móti Canon 50/1.4, og það sem kom mér fyrst á óvart var að ZE 50/1.4 var hálfu stoppi bjartari en Canon 50/1.4, en þar lauk yfirburðunum. Canon linsan var skarpari, með fallegra bokeh (minna truflandi), litirnir voru mjög sambærilegir. Canon hélt í Zeiss alla leiðina upp í f/8 en mér fannst Zeissinn koma aðeins betur út á f/8, ekkert til að réttlæta verðmuninn samt. En það er annar vinkill á Zeiss linsunni, og það er manual focus hringurinn, hann er ómetanlegur í video vegna þess hve mjúkur, þéttur og nákvæmur hann er. Canon hefur mér yfirleitt fundist ónothæft í manual focus video þar sem það er svo mikill lausleiki í fókushringnum. Ég mæli ekki með Z* 50/1.4 sem fyrstu Zeiss linsunni, hún er líkleg til að valda vonbrigðum og valda vantrú á þessu góða merki sem Zeiss er 🙂 Hinar Z* linsurnar eru mörgum, mörgum þrepum ofar í myndgæðum.

 5. Ég ákvað að prófa Sigma uppstillinguna og ég er komin með 24 0g 50 í hús, og ég er sæmilega ánægður með 50 mm linsuna, en 25mm linsan er heiftalega vanstilt ég er búin að bakka fókusinum á henni í botn á myndavélinni en samt liggur hann ca 1-2mm fyrir framan

 6. Benni, ég hef nú aldrei farið í slíkar æfingar að prófa margar linsur sömu tegundar fyrir kaup, en það er ekki óalgengt að lesa á Netinu að sumir geri það. Ég hef nú ákveðnar efasemdir um það að ljósmyndabúðir séu tilbúnar í að rjúfa umbúðir/kassa á 5 linsum!

 7. Kiddi, ertu að sjá stóran mun á þessum ziess linsum ef borið er það sama við það besta frá Canon? Mér fannst nú t.d. Canon EF 35mm f/1.4L alltaf mjög fín og 135mm f/2L æði. Ég veit að víðu Canon glerin eru frekar slöpp, fyrir utan TS-E auðvitað. Er eftir miklu að sækjast að vera með frekar að nota 50mm/85mm/35mm Ziess fram yfir Canon?

 8. Það vill svo til að 35L og 135L eru meðal þeirra allra bestu glerja frá Canon og það er fátt sem toppar þær, nema auðvitað kannski nýju Nikon glerin 🙂

  Zeiss er ekki undantekningalaust betra en nokkurt annað merki (nema í build quality, það er fáránlegt), margar Zeiss linsurnar eru t.d. ekkert sérstakar í samanburði við aðrar frá Canon/Nikon, t.d. Zeiss 85/1.4 er frekar soft galopin, en það er ekki galli að allra mati víst. Zeiss á 3 linsur sem mætti telja sem afburðalinsur án samanburðar, það eru 21/2.8, 50/2 MakroPlanar og 100/2 MakroPlanar. En það sem heillar mig persónulega við Zeiss er að þær hafa allar mjög sterkan karakter, karakter sem er mjög contrasty, falleg meðferð á rauðum og bláum tónum, fallegt “gradient” frá því sem er í fókus og því sem er ekki í fókus (sem býr til þennan oftnefnda “3D” effekt). Þetta allt spilar saman í einhverja áferð sem ég persónulega (og margir aðrir) erum kolfallnir fyrir. Eftir að ég byrjaði á Zeiss dellunni þá hef ég lent í því að eiga aðrar frábærar linsur frá öðrum framleiðendum, sem ég varð aldrei nógu ánægður með því ég var búinn að venjast Zeiss-áferðinni svo vel, og sú áferð hentaði mér svo vel. Ekki þar með sagt að hún henti öllum, ég á t.d. bágt með að ímynda mér að portrait ljósmyndarar séu almennt ánægðir upp til hópa með Zeiss gler, contrastinn þykir of mikill hjá mörgum. Þannig að nei, ég myndi ekki segja að Zeiss sé betri en hitt yfir heildina litið, en hinsvegar hefur Zeiss mikla persónu sem ég er mjög skotinn í.

 9. Eitt sem ég gleymdi, Zeiss linsur eru BETRI en ALLT annað þegar það kemur að einum hlut:

  Gæðaeftirlit!

  Munur á milli eintaka (MTBF eða mean-time between failures / a.k.a. manufacturing tolerances) er í heimsflokki hjá Zeiss, þ.e. líkurnar á að þú fáir gallað/bilað/vanstillt eintak út úr versluninni eru stjarnfræðilega litlar. Ekki einusinni Leica getur státað af sama gæðastandard. Þú getur treyst því að linsan sé í lagi, enda færðu handskrifað gæðavottorð með linsunni með nafni manneskjunnar sem fór yfir linsuna. Þetta er svolítið mikilvægt í dag, það er orðið áberandi hvað Nikon (og Leica) eru farnir að standa sig stórkostlega illa í þessari deild, sem er sorglegt þar sem nýju glerin þeirra eru það besta sem hefur sést lengi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *