Gnarrenburg

Enn leita þeir hjá Der Spiegel til mín með verkefni.  Að þessu sinni var verið að fjalla um borgarstjórann okkar, Jón Gnarr. Blaðamaðurinn var greinilega bjartsýnn maður og taldi víst að við fengjum tíma til að draga Jón frá Ráðhúsinu upp í Perluna til að fá portrett með Reykjavík í baksýn. Fimm mínútna myndataka rétt utan við Ráðhúsið, eftir um klukkutíma bið er nær lagi.

Jón Gnarr, Mayor of Reykjaví­k City. Also an Actor and Comedian. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Það er mjög gaman að vinna með fagmanni sem vinnur alvöru rannsóknarblaðamennsku. Hann talaði við mikið af fólki, bæði vini Jóns og andstæðinga til að fá glögga mynd af manninum og borginni hans. Reykjavík er óneitanlega orðin svolítil Gnarrenburg. Man e-h eftir þættinum? Hann varð reyndar ekki langlífur, en það var í fyrsta skipti sem ég myndaði Jón á sínum tíma árið 2002. Ef e-h hefði sagt mér að átta árum seinna væri hann orðinn Borgarstjóri Reykjavíkur hefði ég líklega sagt: “Yeah right!” Á þessum tíma tengdi maður þá félaga Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson eingöngu við Tvíhöfða og Fóstbræður.

Sigurjón Kjartansson, Musician, Actor and Comedian. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Mér líkar vel að ljósmynda fyrir Der Spiegel. Þeir vilja eingöngu “straight-forward” portrett. Enga stæla eða stíliseringu, enda er ekki gert ráð fyrir löngum tím í sjálfar tökurnar. Spiegel notar almennt ekki stórar myndir, þeirra “sell” er textinn, ólíkt Stern sem er mikið myndablað. Ásamt því að mynda borgarstjórann tók ég myndir af Sigurjóni Kjartans og Ragnari Bragasyni.

Ragnar Bragason, director. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *