Öskudagskarate

Innanfélagsmót Fylkis í karate, Ari Carl í sínum fyrsta bardaga. ©2011 Christopher Lund.

Ari Carl tók þátt í sínu fyrsta innanfélagsmóti í karate í dag. Það var gaman að sjá þessa ungu snillinga stíga sín fyrstu skref í alvöru karate bardögum. Reglurnar eru stífar og krakkarnir fá ekki stig nema að gera alveg rétt. Það er bannað að kýla eða sparka fast og öll högg í höfuð eru bönnuð. Karate snýst um snerpu og tækni og ávallt skal bera virðingu fyrir andstæðingnum.

Verðlaunapeningurinn var ekkert slor! ©2011 Christopher Lund.

Það var mjög misjafnt hvað guttarnir tóku þetta alvarlega, sumir voru tapsárari en aðrir eins og gengur. Minn maður kom mér á óvart, hann var ákveðnari en ég átti von á, lét vel í sér heyra og gargaði kííaa! Hárgreiðslan var afgangur af “mad scientist” lúkkinu sem hann valdi fyrir öskudaginn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *