Photo Guide

Þá er Photo Guide síðan mín opinberlega komin í loftið. Hún er reyndar búin að vera aðgengileg í nokkurn tíma, enda var ég að föndra við hana frá því í haust og fékk álit góðra vina “á leiðinni”. Merkið hannaði hinn mæti drengur og afbragðshönnuður Oscar Bjarnason.

Ég er búinn að eiga þann draum í nokkurn tíma að geta ferðast og ljósmynda meira en ég geri í dag. Mikið meira! Ég fann út að leiðsegja erlendum ljósmyndurum um landið væri líklega ágæt leið til þess að gera drauminn að veruleika. Leiðsögunámið í EHÍ var eitt púslið sem mig vantaði og meiraprófið sömuleiðis.

Einhvers staðar segir að góðir hlutir gerist hægt. Þrátt fyrir að vera fljótfær týpa (ég kýs að kalla það ástríðu) þá er ég með báðar fætur á jörðinni og geri mér grein fyrir því að það tekur tíma að byggja upp orðstýr og rekstur á þessu sviði. Ég er því rétt að byrja á verkefninu – sem ég vona að muni reynast mér og öðrum skemmtilegt.

 

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *