Danssýning

From the Ballet students show 15th of March 2011. Dancers from The Icelandic Classic Dance School. Frá nemendasýningu Klassíska Listdansskólans í Borgarleikhúsinu 15. mars 2011.

Klassíski listdansskólin var með sína árlegu vorsýningu í vikunni sem leið  í Borgarleikshúsinu. Þetta er í fjórða sinn sem ég ljósmynda sýninguna, en dóttir mín Arndís lagði stund á ballet í nokkur ár í skólanum. Fyrstu sýniningarnar ljósmyndaði ég því mest í kringum hana, en undanfarin tvö ár hef ég verið beðinn um að skrásetja sýninguna í heild sinni fyrir skólann.

From the Ballet students show 15th of March 2011. Dancers from The Icelandic Classic Dance School. Frá nemendasýningu Klassíska Listdansskólans í Borgarleikhúsinu 15. mars 2011.

Það er nokkuð krefjandi verkefni að ljósmynda svona sýningu. Fjöldi dansara og ör skipti á milli atriða og lýsingar spilar þar inn – og ekki gengur að smella algjörlega án afláts, þar sem ég sit meðal gesta í salnum og slík hríðskotaáras myndi trufla mikið. Best væri að getað ljósmyndað á meðan generalprufu stendur, upp á að geta breytt sjónarhorni og fengið fleiri en eitt tækifæri til að frysta rétta augnablikið. En þá eru dansararnir ekki komnir í búninga, né búið að mála andlit og greiða hárið.

From the Ballet students show 15th of March 2011. Dancers from The Icelandic Classic Dance School. Frá nemendasýningu Klassíska Listdansskólans í Borgarleikhúsinu 15. mars 2011.

Ég mæti þó vel tímanlega og fylgist með síðustu æfingunum fyrir sjálfa sýninga og smitast af orkunni sem flæðir um. Það er magnað að fylgjast með metnaði allra sem koma að svona sýningu. Þarna eru dansarar á öllum aldri (rúmlega 99% stúlkur auðvitað), allir með sama markmið – að gera sitt besta og vinna saman. Maður sér eftirvæntinguna í andlitum yngstu stelpnanna sem eru að fara á stórt svið í fyrsta skipti.

From the Ballet students show 15th of March 2011. Dancers from The Icelandic Classic Dance School prepare for the show. Frá nemendasýningu Klassíska Listdansskólans í Borgarleikhúsinu 15. mars 2011, nemendur undirbúa sig fyrir sýninguna.

Það er ekki laust við að maður greini blöndu af eftivæntingu og ótta í andlitum sumra foreldra. Það getur verið erfitt að sleppa hendinni af 3-4 ára barni baksviðsí stóru leikhúsi og sjá það ekki aftur fyrr en eftir drjúgan tíma að sýningu lokinni. En í öruggum höndum kennara og aðstoðarfólks gengur allt eins og vel smurð vél og eftir sýninguna sér maður stolltið skína úr hverju andliti.

From the Ballet students show 15th of March 2011. Dancers from The Icelandic Classic Dance School. Frá nemendasýningu Klassíska Listdansskólans í Borgarleikhúsinu 15. mars 2011.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *