Gott mót hjá Fylki

Arndís kominn í gegn og mark í uppsiglingu. ©2011 Christopher Lund.

Handboltastelpurnar  í 6. flokki Fylkis áttu gott mót í dag í Víkinni, unnu alla leiki sína örugglega og færðust því upp um deild.

Ég var mættur með vélina eins og venjulega. Lýsingin í Víkinni er afar erfið, örugglega svona fjórar týpur af flúrperum í gangi þar og því alls konar ljóshiti eftir því hvar maður er staddur á vellinum. Það sést vel á myndinni hér að ofan þar sem gráa tjaldið er rauðleitt vinstra megin í rammanum en bláleitt hægra megin.

Arndís brýst í gegn og skorar! ©2011 Christopher Lund.Almennt er gott að nota ekki of stuttan lokarahraða ef maður er að ljósmynda við flúrbirtu, því það jafnar út þetta flökt á ljóshita frá flúrperunum. En það er ekki valmöguleiki þegar íþróttir eru annars vegar.

Þessi samsetta gif-mynd hér til vinstri er skotin á  Nikon D3s og Nikkor AF-S 70-200mm f/2.8G VRII linsu. Þetta kombó er alveg að virka í handboltanum. Fókuskerfið í D3s er ansi magnað og því meira sem maður lærir að sérsníða stillingarnar eftir aðstæðum því betra er það.

Í handboltanum vinn ég oft á f/2.8 og s/250s á ISO 3200. Það er yfirleitt nægur hraði til að frysta hreyfinguna, a.m.k. í 6. flokki. Ég gæti auðveldlega hækkað ISO og fengið styttri lokararhraða, en um leið og ég fer upp í 1/320 eða 1/400s fer að bera á mismunandi grájafnvægi á milli ramma. Það er afar þreytandi að eiga við það.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *