Meiri dans

Í gær var ég mættur enn á ný í Borgarleikhúsið að mynda. Í þetta skiptið var það nemendasýningin hjá JSB, en Bjargey æfir dans þar. Hér má skoða nokkrar myndir frá undirbúningi og generalprufu.

Sýningin var flott, enda búið að æfa stíft undanfarnar vikur. Fjöldi dansara kemur mér alltaf jafn mikið á óvart. Skólinn lætur nefnilega ekki mikið yfir sér í Lágmúlanum en er greinilega vinsæll!

Myndirnar af stelpunum að gera sig klárar eru teknar á Nikkor AF-S 35mm f/1.4G og Nikkor AF-S 85mm f/1.4G. Mér finnst þessar tvær brennivíddir brilljant saman við svona aðstæður – og er sú samsetning sem ég nota oftast. Myndirnar frá sviðinu er hins vegar skotnar með AF-S Nikkor 70-200mm f/2.8G VR II. Ahhhh linsur…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *