Sveitin

Blue Overalls hanging out to dry outside a farm in South Iceland. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Ég fór um helgina í ferð með 66 Norður. Með í för var hópur erlendra blaðamanna, sem var komin til að kynna sér vörur 66 Norður og hvað Ísland hefur að bjóða ferðamönnum – ekki síst þeirra sem stunda útivist. Megin tilgangur ferðarinnar var að ganga á Hvannadalshnúk á laugardeginum. En það var meira á dagskrá en bara Hnúkurinn. Á leiðinni austur var gert stutt stopp í sveitinni, á dæmigerðum íslenskum sveitabæ.

Old farm house in South Iceland. Large green sacks of fertilizer in front of the building. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Ég held að bændur geri sér margir ekki grein fyrir því hversu miklar gersemar þeir eru með í höndunum. Að komast í snertingu við alvöru sveit, sjá gömlu bæina við hlið þeirra nýju og komast í tæri við dýrin, er upplifun sem margir útlendingar hafa ekki tækifæri til í sínu heimalandi.

Rooster and Hens outside a farm in South Iceland. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Það sem okkur finnst merkilegt er ekki endilega það sem erlendum gestum þykir merkilegt og öfugt. Konan á þessum fallega bæ tók á móti gestunum með opnum örmum og bauð upp á kaffi og meðlæti inn á heimili sínu. Þegar hún sá að ég var að ljósmynda gömlu húsin sagðist hún skammast sín fyrir ástand þeirra. Hún vissi ekki að fólkið heillaðist að nákvæmlega þessu og fannst frábært að fá að sjá hvernig fólk hafði búið áður. Ég sagði henni að sjarminn við staðinn væri ekki síst sá að upplifa söguna svona ljóslifandi. Það sem okkur þykir ljótt getur nefnilega verið gullfallegt í augum annara.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *