Toppað með 66 Norður

66 North trip. Hiking Hvannadalshnúkur, Icelands highest peak at 2110m. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Eins og ég kom inn á í þar síðustu færslu var ég í smá verkefni fyrir 66 Norður um helgina. Það er skemmst frá því að segja að þetta var algjör draumaferð upp á Hnúkinn, veðrið var eins og best er á kosið og færið upp á jökul hart og gott. Við lögðum af stað kl 4 um morguninn, brottför var flýtt um klukkutíma sökum þess að búist var við töluverðri umferð þennan daginn. Það reyndist hin besta ákvörðun þar sem allur hópurinn náði flottu útsýni á toppnum, en fljólega eftir að síðasti hópurinn frá 66 fór niður af toppnum byrjaði að skýja yfir efsta hlutann.

66 North trip. Hiking Hvannadalshnúkur, Icelands highest peak at 2110m. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Gangan á Hnúkinn er ekki mjög krefjandi tæknilega, en reynir því meira á þol þátttakenda. Ég var ekki búinn að taka þátt í Toppaðu verkefninu og einu fjallgöngurnar sem ég átti í reynslubankanum frá í vetur voru farnar helgina áður á Esjuna og Hafnarfjall. Ferðin gekk hins vegar eins og í sögu og var í raun auðveldari en ég átti von á. Ég neita því samt ekki að maður var vel lúinn í hnjám síðstu 700m lækkunina eftir að við vorum komin úr fönninni, sem var orðin sólbráðin og mjúk á leið niður. Erfiðari yfirferðar en á leið upp, því maður sökk niður, en á sama tíma hlífði hún hnjánum mikið.

Hér eru fleiri myndir frá þessari ferð, fyrst frá stuttri jöklagöngu á Sólheimajökul, svo gangan á Hnúkinn og að lokum bátsferð á Zodiac með björgunarsveitinni í Þorlákshöfn.

Fyrir græjuáhugafólk þá var ég með Canon EOS 5D Mark II og EF 24-105mm f/4L IS linsu. Fimman er létt og linsan dekkar mjög vítt svið í aðstæðum þar sem enginn tími er til að skipta um linsur. Hún er hins vegar misgóð skerpulega eftir ljósopi, t.d. furðu mikill munur á f/8 vs f/11 þar sem hún er best.

3 thoughts

  1. hef verið að nota þetta combo mikið undanfarið, mér finnst stóri gallinn við linsuna vera bjögun ef einhver hús eða beinar línur eru inn á myndinni. annars merkilega skörp linsa;)

  2. Já hún hefur frekar mikla tunnubjögun, en Lightroom leiðréttir það nokkuð vel. Verra er með skerpu út í hornin á víðari endanum. En annars mjög þokkaleg linsa, sérstaklega miðað við hvað hún dekkar stórt svið.

  3. Já, þetta er nefnilega alveg ágætis sett, þó fælarnir hafi ekki.nef endingu 🙂
    Hefur reynst mér vel, þó svo að bjögunin sé ansi mikil á víðustu stillingu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *