Bévítans eldgos

Young girl (3) looking a bit pissed. (Christopher Lund/©2010 Christopher Lund)

Ég er í eldgosafýlu. Grímsvatnafýla reynist þó ekki eins slæm og síðasta eldgosafýla. Ég er nefnilega búinn að prófa að fara inn í öskufall í síðasta gosi. Það er að vissu leyti mögnuð upplifun, en í þetta sinn virðist það aðallega vera viðbjóður.

Mig langar hins vegar mikið að komast í tæri við eldstöðina, líkt og Jón Ólafur Magnússon og félagar sem voru á leið heim úr jeppaferð á jökulinn þegar byrjaði að gjósa. Stórkostlegar myndir þarna, en það virðist samt snúið að koma stærðinni og kraftinum til skila. Vídeóið virkar betur fyrir kraftinn, en mér finnst samt vel útfærð ljósmynd geta sagt meira en vídeó.

Við eigum orðið mjög mikið af hæfileikaríku fólki með myndavélar. Það er vel. Ljósmyndun hefur líklega aldrei verið jafn spennandi og í dag. Tæknin opnar sífellt nýja möguleika – og þó að vissulega komi tímabil þar sem maður sér sömu myndinar endurteknar út í eitt, þá er svo ótrúlega margt að gerjast núna í þessu fagi. Það er m.a. að renna saman við kvikmyndatökur og hljóðvinnslu. Sköpunin hefur aldrei verið jafn auðveld, svo maður tali ekki um dreifinguna.

En það er ekki þar með sagt að dreifa skuli öllu efni sem framleitt er. Þar stendur hnífurinn dulítið í kúnni. Munurinn á góðum ljósmyndara og frábærum eru myndirnar sem við þurfum ekki að sjá.

One thought

  1. Algjörlega sammála þessu, það er nefnilega oft mjög erfitt að velja rétta ramma til að birta.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *