Nýjir möguleikar

Ari Carl út við Sandavað. Skotið á Nikon D3s með tveimur SB-900 flössum í regnhlíf. PocketWizard MiniTT1 og FlexTT5 notað. Ljósop f/5.6 og 1/1000s.
Skotið með PocketWizard MiniTT1/FlexTT5. Ljósop f/5.6 og 1/1000s.

Ólíkt sem margir halda er sól og heiðskír himinn sjaldnast óskabirta ljósmyndarans. Að minnsta kosti ekki yfir miðjan daginn, því þá er ljósið gríðarlega hart og um hásumarið er sólin svo hátt á lofti að lítið er um skugga í landslagi. Sömu sögu er að segja þegar maður tekur mannamyndir úti við – sólin er þá oft helsti óvinurinn. Til að fólk verði ekki grettið og píreygt á myndum þarf að finna skugga eða snúa því undan sterku sólarljósinu og nota flass til að lýsa upp andlitin.

Það gefur auga leið að það þarf nokkuð öflug flöss til að vega upp á móti sólarljósi. Profoto Pro 7b 1200, Pro B3 1200 og AcuteB2 600 eru frábær ljós – en með prís í stíl. Helsti ókosturinn við að nota D-SLR vélar með þessum og sambærilegum ljósum er takmörkun á lokarahraða, en flestar D-SLR vélar geta ekki unnið á hraðari lokararhraða en 1/200s eða 1/250s með þeim. Það þýðir að á heiðskírum sumardegi þarf að vinna á ljósopi f/11 – f/16 og 1/200s lokarahraða miðað við ISO 100. Það útheimtir bæði mikið afl frá flassinu og takmarkar hvaða ljósop við höfum til afnota til að stýra dýptarskerpu.

Bæði Nikon og Canon hafa þó boðið upp á High Speed Sync með sínum eigin flössum. Hins vegar hafa IR-sendarnir frá þeim ekki verið mjög áreiðanlegir úti við eða þegar staðsetja þarf flassið á þann hátt að bein sjónlína frá IR-sendi að flassi rofnar.

Pineapple desert for the BBQ (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)
PocketWizard MiniTT1 og FlexTT5 notað. Ljósop f/2.0 og 1/6400s.

PocketWizard hefur leyst þetta vandamál með nýju MiniTT1 og FlexTT5 græjunum. Þar sameinast kostir útvarpsbylgjusendis (Radio Signal) við sjálfvirkni TTL ljósmælingar. Nú er hægt að nota litlu flössin af meira öryggi og eftir að hafa leikið mér með þetta kerfi í svolítinn tíma verð ég að segja að það virkar betur en ég þorði að vona!  Stærstu kostirnir eru að fá TTL-ljósmælingu við að blanda dagsljósi og flassi saman og að geta unnið á stærri ljósopum með hærri lokarahraða. Vissulega þarf að hafa ljósgjafann nokkuð nálægt viðfangsefninu í slíkum tilvikum, en mér finnst ótrúlegt að geta fengið flass til að ganga upp á f/2.0 og 1/8000s með Nikon D3s vélinni minni.

 

2 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *