Ari 8 ára

Ari Carl tekur upp afmælispakka að morgni dags. Star Wars Lego er aðal má¡lið hjá 8 ára gutta. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Það var ekki lítið glaður átta ára gutti sem opnaði nokkra pakka upp í rúmi hjá mömmu og pabba í morgun. Star Wars á hug hans allan um þessi mundir og því hitti Lego Star Wars geimflaugin og tölvuleikurinn beint í mark. Það er skrítið til þess að hugsa að átta ár séu síðan þessi gaur kom í heiminn.

Ég með Ara á handlegg að taka mynd í­ baðspegilinn í­ Hraunbænum. (Christopher Lund)

Það er ekki síst á tímamótum eins og afmælisdögum sem maður sest aðeins niður og skoðar myndasafnið. Rennir í gegnum alla gullmolana sem maður á. Ég hef alltaf verið duglegur við að ljósmynda börnin mín. Þetta eru dýrmætustu myndirnar mínar.

Þessi mynd hér að ofan er tekin þegar kauði er ca 9 mánaða, sama dag og ég smellti af myndinni sem e-h fékk lánaða til að myndskreyta “Hver á að borga icesave? – essasú?”. 

Hér eru nokkrar fleiri myndir frá því í morgun sem slideshow. 

One thought

  1. Knús og kossar héðan úr nesinu fagra…… Það er ekki amalegt að eiga gullmola sem bara stækkar og stækkar.
    Styrmalingur verður svaka svaka spenntur að komast í Legóið með vininum – voandi í næstu ferð.
    Lovja
    Heiðan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *